21 feb. 2007Það voru um 25 þjálfarar og 1 dómari, Jóhann Guðmundsson sem mættu á þjálfarafundinn sem var haldinn sl. laugardag í tengslum við úrslitaleikina í Lýsingarbikarnum. Þjálfarafundurinn tókst mjög vel og voru þjálfararnir mjög ánægðir með Geof Kotila. Það jákvæða sem gerist líka er að þjálfarar hittast og fara yfir málin og alltaf kemur eitthvað út úr slíkum umræðum. KKÍ mun standa fyrir fleiri slíkum fundum á næstunni en ráðgert er að hafa 2 þjálfarafundi í tengslum við úrslitakeppni Iceland Express deilda karla og kvenna sem eru framundan. Í sumar verða svo 1-2 stærri þjálfaranámskeið og er það von okkar að sem flestir þjálfarar mæti á þau námskeið sem eru í boði. Námskeið verða auglýst síðar.