21 feb. 2007Á morgun er síðasti dagurinn sem að hægt er að skipta leikmönnum í NBA. Það er ekki víst að það verði einhver stór skipti áður en fresturinn rennur út en það er mjög mikið rætt um möguleg skipti. Það eru fjölmargar síður sem að birta áhugaverðar greinar þar sem rætt er um möguleg leikmannaskipti og hversu líklegt sé að þau gangi í gegn. Sérfræðingar íþróttasíðunnar [v+]http://sports.espn.go.com/nba/index[v-]espn.com[slod-] hafa meira að segja útbúið forrit sem að gerir aðdáendum kleift að athuga hvort leikmannaskipti gangi upp samkvæmt reglum nba deildarinnar. [v+]http://games.espn.go.com/nba/features/trademachine[v-]Félagaskiptavélin[slod-]. Hægt er að lesa áhugaverða grein um stærstu nöfnin á markaðnum [v+]http://sports.espn.go.com/nba/dailydime?page=dailydime-070221[v-]hérna[slod-]. [v+]http://www.prosportsdaily.com/nba/nbarumors.html[v-]Hérna[slod-] er síða sem að safnar saman helstu sögusögnum innan NBA deildarinnar.