19 feb. 2007Lið vesturstrandarinnar sigraði lið austurstrandarinnar í stjörnuleik NBA sem að fór fram í nótt í Las Vegas. Lokatölur leiksins voru [v+]http://www.nba.com/games/20070218/ESTWST/boxscore.html[v-]153-132[slod-]. Kobe Bryant var valinn maður leiksins en hann var stigahæstur með 31 stig ásamt því að senda 6 stoðsendingar og stela 6 boltum. Amare Stoudemire var með 29 stig og 9 fráköst. Hjá Austrinu var Lebron James með 28 stig 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Dwight Howard kom næstur með 20 stig og 12 fráköst. Eins og venjan er í þessum leikjum þá var mikið um glæsileg tilþrif og þótt að leikurinn hafi ekki verið mjög spennandi þetta árið þá voru margar glæsilegar troðslur sem að litu dagsins ljós í Las Vegas. Hægt er að lesa meira og horfa á myndbrot úr leiknum [v+]http://www.nba.com/games/20070218/ESTWST/gameinfo.html[v-]hér[slod-].
Vesturdeildin sigraði
19 feb. 2007Lið vesturstrandarinnar sigraði lið austurstrandarinnar í stjörnuleik NBA sem að fór fram í nótt í Las Vegas. Lokatölur leiksins voru [v+]http://www.nba.com/games/20070218/ESTWST/boxscore.html[v-]153-132[slod-]. Kobe Bryant var valinn maður leiksins en hann var stigahæstur með 31 stig ásamt því að senda 6 stoðsendingar og stela 6 boltum. Amare Stoudemire var með 29 stig og 9 fráköst. Hjá Austrinu var Lebron James með 28 stig 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Dwight Howard kom næstur með 20 stig og 12 fráköst. Eins og venjan er í þessum leikjum þá var mikið um glæsileg tilþrif og þótt að leikurinn hafi ekki verið mjög spennandi þetta árið þá voru margar glæsilegar troðslur sem að litu dagsins ljós í Las Vegas. Hægt er að lesa meira og horfa á myndbrot úr leiknum [v+]http://www.nba.com/games/20070218/ESTWST/gameinfo.html[v-]hér[slod-].