9 feb. 2007Um helgina verður haldið körfuboltamót á Selfossi fyrir yngstu iðkendurna. Mótið heitir Svalamótið og stendur körfuknattleiksdeild Hamars/Selfoss fyrir mótinu. Hátíðin er fyrir drengi og stúlkur í minnibolta, fædd 1995 til 1998 og verður haldin á Selfossi nú um helgina, 10.-11. febrúar. Um 150 keppendur munu verða á mótinu frá 4 félögum. Spilað verður bæði laugardag og sunnudag, 2x12 min leiki, stig ekki talinn því eingöngu er verið að hugsa um leikgleðina. Keppendum verður síðan líka boðið í sund og bíó. Rúsínan í pylsuendanum verður síðan á laugardagskvöldinu þegar keppendur fara á leik Hamars/Selfoss og Grindavíkur í Iceland Express deildinni, þar ætlar að auki Auðunn Blöndal að mæta og skemmta áhorfendum. Þetta er í fyrsta skipti sem Hamar/Selfoss heldur svona mót og er ætlunin að gera þetta að árlegum viðburði. Allar nánari upplýsingar um mótið veitir Bragi Bjarnason yfirþjálfari í síma: 8617407 eða með pósti á bragibj@visir.is. Einnig er hægt að lesa um mótið á [v+]http://www.umfs.is/[v-]www.umfs.is[slod-].