4 feb. 2007Í kvöld fara tveir leikir fram í Iceland Express deild kvenna. Á dagskrá er sannkallaður stórleikur þar sem tvö efstu liðin mætast. Á Ásvöllum í Hafnarfirði mætast toppliðin Haukar og Keflavík og má búast við frábærum leik tveggja mjög góðra liða. Síðast þegar þessi lið mættust 17.des sl. höfðu Keflavíkurstúlkur betur í hörkuleik[v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002451/24511002.htm[v-] 92:85[slod-] Í Hveragerði er ekki síðri spennuleikurinn á dagskrá en þá taka heimastúlkur í Hamri á móti Breiðablik. Þessi lið eru á botninum með einn sigur hvort félag. Síðast þegar þessi lið mættust 17.des sl. höfðu Blikastúlkur betur[v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002451/24511001.htm[v-] 70:57[slod-] en leikið var í Smáranum. Báðir leikir hefjast klukkan 19:15. Það eru engir leikir í Iceland Express deild karla í dag og því um að gera að skella sér á góðan leik hjá stúlkunum.
Stórleikur í Iceland Express deild kvenna í kvöld
4 feb. 2007Í kvöld fara tveir leikir fram í Iceland Express deild kvenna. Á dagskrá er sannkallaður stórleikur þar sem tvö efstu liðin mætast. Á Ásvöllum í Hafnarfirði mætast toppliðin Haukar og Keflavík og má búast við frábærum leik tveggja mjög góðra liða. Síðast þegar þessi lið mættust 17.des sl. höfðu Keflavíkurstúlkur betur í hörkuleik[v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002451/24511002.htm[v-] 92:85[slod-] Í Hveragerði er ekki síðri spennuleikurinn á dagskrá en þá taka heimastúlkur í Hamri á móti Breiðablik. Þessi lið eru á botninum með einn sigur hvort félag. Síðast þegar þessi lið mættust 17.des sl. höfðu Blikastúlkur betur[v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002451/24511001.htm[v-] 70:57[slod-] en leikið var í Smáranum. Báðir leikir hefjast klukkan 19:15. Það eru engir leikir í Iceland Express deild karla í dag og því um að gera að skella sér á góðan leik hjá stúlkunum.