16 jan. 2007Dómaranefnd KKÍ hélt dómaranámskeið í Reykjavík um síðustu helgi. Námskeiðið tókst mjög vel og það voru alls 5 dómarar sem að náðu prófinu og mun byrja að dæma á næstunni. Þetta er næstum því tvöföldun á starfandi C-dómurum á höfuðborgarsvæðinu en þar er mikill skortur á dómurum. Fyrirhugað er að halda næst dómaranámskeið á Akureyri og verður það væntanlega haldið 10. og 11. febrúar næstkomandi. Nánar verður sagt frá því síðar.
Nokkrir dómarar bættust við eftir námskeið helgarinnar
16 jan. 2007Dómaranefnd KKÍ hélt dómaranámskeið í Reykjavík um síðustu helgi. Námskeiðið tókst mjög vel og það voru alls 5 dómarar sem að náðu prófinu og mun byrja að dæma á næstunni. Þetta er næstum því tvöföldun á starfandi C-dómurum á höfuðborgarsvæðinu en þar er mikill skortur á dómurum. Fyrirhugað er að halda næst dómaranámskeið á Akureyri og verður það væntanlega haldið 10. og 11. febrúar næstkomandi. Nánar verður sagt frá því síðar.