15 jan. 2007Stjörnuleikir KKÍ fóru fram um síðustu helgi í DHL-Höllinni í Vesturbænum. Leikirnir þóttu takast vel og voru frábær skemmtun. Því miður var ekki hægt að sýna leikina í sjónvarpi að þessu sinni en tæknimenn KFÍ mættu þó og sýndu leikinn í beinni útsendingu á netinu. Því miður var tæknin eitthvað að stríða þeim á meðan leikjunum stóð þannig að beina útsendingin varð ekki jafn góð og vonir stóðu til, en upptakan tókst vel og það er hægt að horfa á hana [v+]http://www.kfi.is/ibeinni/#[v-]hér[slod-]. Einnig má finna á [v+]http://kfi.is/[v-]KFÍ.is[slod-] myndbrot úr leiknum þar sem að Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, sést fara á kostum. Fjölnismenn voru einnig á staðnum með myndbandsupptökuvél og eru þeir einnig búnir að setja tilþrifin frá Magnúsi á [v+]http://www.fjolnir.is/karfa/[v-]heimasíðu sína[slod-]. KKÍ þakkar tæknimönnum KFÍ og Fjölnis fyrir þetta frábæra framtak.
Myndbrot úr Stjörnuleiknum
15 jan. 2007Stjörnuleikir KKÍ fóru fram um síðustu helgi í DHL-Höllinni í Vesturbænum. Leikirnir þóttu takast vel og voru frábær skemmtun. Því miður var ekki hægt að sýna leikina í sjónvarpi að þessu sinni en tæknimenn KFÍ mættu þó og sýndu leikinn í beinni útsendingu á netinu. Því miður var tæknin eitthvað að stríða þeim á meðan leikjunum stóð þannig að beina útsendingin varð ekki jafn góð og vonir stóðu til, en upptakan tókst vel og það er hægt að horfa á hana [v+]http://www.kfi.is/ibeinni/#[v-]hér[slod-]. Einnig má finna á [v+]http://kfi.is/[v-]KFÍ.is[slod-] myndbrot úr leiknum þar sem að Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, sést fara á kostum. Fjölnismenn voru einnig á staðnum með myndbandsupptökuvél og eru þeir einnig búnir að setja tilþrifin frá Magnúsi á [v+]http://www.fjolnir.is/karfa/[v-]heimasíðu sína[slod-]. KKÍ þakkar tæknimönnum KFÍ og Fjölnis fyrir þetta frábæra framtak.