13 jan. 2007Shell-liðið undir stjórn Jóns Halldórs Eðvaldssonar vann Stjörnuleik kvenna í DHL-höllinni í dag. Shell-liðið vann 112-76 sigur á Iceland Express-liði Ágústs Björgvinssonar. Ifeoma Okonkwo, leikmaður Hauka og Shell-liðsins, var valin maður leiksins en hún skoraði 23 stig á móti liði þjálfara síns. Keflvíkingarnir Birna Valgarðsdóttir og Kesha Watson, voru einnig atkvæðamiklar hjá Shell-liðinu, Birna með 19 stig og Watson með 17. Hildur Sigurðardóttir, leikmaður Grindavíkur, vann sigur í þriggja stiga keppninni sem fór fram samhliða leiknum. Hildur þurfti bráðabana til þess að tryggja sér sigur í úrslitunum á móti Stellu Rún Kristjánsdóttur úr ÍS.
Shell-liðið vann hjá stelpunum og Okonkwo var valin best
13 jan. 2007Shell-liðið undir stjórn Jóns Halldórs Eðvaldssonar vann Stjörnuleik kvenna í DHL-höllinni í dag. Shell-liðið vann 112-76 sigur á Iceland Express-liði Ágústs Björgvinssonar. Ifeoma Okonkwo, leikmaður Hauka og Shell-liðsins, var valin maður leiksins en hún skoraði 23 stig á móti liði þjálfara síns. Keflvíkingarnir Birna Valgarðsdóttir og Kesha Watson, voru einnig atkvæðamiklar hjá Shell-liðinu, Birna með 19 stig og Watson með 17. Hildur Sigurðardóttir, leikmaður Grindavíkur, vann sigur í þriggja stiga keppninni sem fór fram samhliða leiknum. Hildur þurfti bráðabana til þess að tryggja sér sigur í úrslitunum á móti Stellu Rún Kristjánsdóttur úr ÍS.