12 jan. 2007Ef tæknimaðurinn Jakob Einar Úlfarsson kemst til byggða þá verða Stjörnuleikirnir í beinni útsendingu á kfi.is. Það hefur verið að færast í vöxt að lið séu farin að sýna heimaleikina sína í beinni á netinu enda fleygir tækninni fram. Breiðlablik Og KFÍ hafa verið dugleg við þessa iðju og heyrst hefur að fleiri lið séu að skoða þennan möguleika. Það er von okkar að leikirnir verði sýndir beint á netinu svo þeir sem ekki komast á leikinn geti notið þeirra með þessum hætti. RÚV hefur undanfarin ár sýnt leikina beint en þetta árið var ekki hægt að koma því í kring sökum landsleikja sem RÚV er að sinna en HM í handbolta er framundan. Það er reyndar ekki hægt að kvarta undan RÚV sem hafa verið einstaklega duglegir að sýna frá Iceland Express deildinni nú síðustu vikur og þar á meðal 2 leiki beint á 8 dögum.
Stjörnuleikir í beinni
12 jan. 2007Ef tæknimaðurinn Jakob Einar Úlfarsson kemst til byggða þá verða Stjörnuleikirnir í beinni útsendingu á kfi.is. Það hefur verið að færast í vöxt að lið séu farin að sýna heimaleikina sína í beinni á netinu enda fleygir tækninni fram. Breiðlablik Og KFÍ hafa verið dugleg við þessa iðju og heyrst hefur að fleiri lið séu að skoða þennan möguleika. Það er von okkar að leikirnir verði sýndir beint á netinu svo þeir sem ekki komast á leikinn geti notið þeirra með þessum hætti. RÚV hefur undanfarin ár sýnt leikina beint en þetta árið var ekki hægt að koma því í kring sökum landsleikja sem RÚV er að sinna en HM í handbolta er framundan. Það er reyndar ekki hægt að kvarta undan RÚV sem hafa verið einstaklega duglegir að sýna frá Iceland Express deildinni nú síðustu vikur og þar á meðal 2 leiki beint á 8 dögum.