9 jan. 2007Eins og undanfarin ár mun körfuknattleiksdeild Breiðabliks, í samvinnu við Norðurmjólk, standa fyrir stórmóti fyrir yngstu iðkendur í körfubolta, þ.e.a.s. fyrir drengi og stúlkur fædd 1995 og síðar. KEAskyrmót Breiðabliks verður haldið í 9. sinn 27. og 28. janúar 2007. Þátttökugjald er 1500 krónur á hvern keppanda og fylgir bolur með. Mótafyrirkomulag í ár verður með örlítið breyttu sniði því lið skipuð leikmönnum 8 ára og yngri (f. 1998 og síðar) leika 4 gegn 4 en leikmenn fæddir 1997 og fyrr leika 5 gegn 5. Skráning í mótið fer fram í gegnum netfangið keaskyr@breidablik.is Skráning er til 10. janúar 2007.
Keaskyrmót Breiðabliks
9 jan. 2007Eins og undanfarin ár mun körfuknattleiksdeild Breiðabliks, í samvinnu við Norðurmjólk, standa fyrir stórmóti fyrir yngstu iðkendur í körfubolta, þ.e.a.s. fyrir drengi og stúlkur fædd 1995 og síðar. KEAskyrmót Breiðabliks verður haldið í 9. sinn 27. og 28. janúar 2007. Þátttökugjald er 1500 krónur á hvern keppanda og fylgir bolur með. Mótafyrirkomulag í ár verður með örlítið breyttu sniði því lið skipuð leikmönnum 8 ára og yngri (f. 1998 og síðar) leika 4 gegn 4 en leikmenn fæddir 1997 og fyrr leika 5 gegn 5. Skráning í mótið fer fram í gegnum netfangið keaskyr@breidablik.is Skráning er til 10. janúar 2007.