9 jan. 2007Þá er komið í ljós hvaða 4 lið verða í skálinni þegar dregið verður í undanúrslit í Lýsingarbikar karla og kvenna. Í kvöld lauk 8-liða úrslitum með tveim leikjum þar sem ÍR og Keflavík tryggðu sér sæti í undanúrslitum. Það verður dregið hjá bæði körlum og konum á morgun í beinni útsendingu á RÚV en það verður í íþróttakvöldi sem hefst klukkan 22:25. Hjá körlum eru Keflavík, ÍR, Hamar/Selfoss og Grindavík komin í undanúrslit og hjá konum eru Keflavík, Haukar, Grindavík og Hamar í undanúrslitum.
Dregið í undanúrslit í beinni á RÚV
9 jan. 2007Þá er komið í ljós hvaða 4 lið verða í skálinni þegar dregið verður í undanúrslit í Lýsingarbikar karla og kvenna. Í kvöld lauk 8-liða úrslitum með tveim leikjum þar sem ÍR og Keflavík tryggðu sér sæti í undanúrslitum. Það verður dregið hjá bæði körlum og konum á morgun í beinni útsendingu á RÚV en það verður í íþróttakvöldi sem hefst klukkan 22:25. Hjá körlum eru Keflavík, ÍR, Hamar/Selfoss og Grindavík komin í undanúrslit og hjá konum eru Keflavík, Haukar, Grindavík og Hamar í undanúrslitum.