15 des. 2006Jorge Garbajosa er einn af þessum evrópsku leikmönnum sem mikið hefur látið að sér kveða síðustu ár á stórmótum sem og heima fyrir í ACB deildinni á Spáni. Garbajosa er að sjálfsögðu tilnefndur sem leikmaður ársins 2006. Kevin Anselmo tók saman og gerir grein fyrir því hvers vegna Garbajosa á skilið að vera leikmaður ársins 2006. Leikmaður ársins er sigurvegari, og að sigra er eitthvað sem Jorge Garbajosa gerði mikið af árið 2006, sem er ástæðan fyrir því afhverju hann ætti að vinna verðlaunin. Árið 2006, vann Garba hinn mikli titla með félagi sem er óumdeilanlega í einni sterkustu deild Evrópu, ACB á Spáni, og svo varð hann einnig heimsmeistari með landsliði sínu. Það er mín skoðun að Garbajosa átti skilið að hljóta nafnbótina Mikilvægasti leikmaður heimsmeistarakeppninnar, og þá er alls ekki verið að taka neitt frá Paul Gasol, sem var stórkostlegur út alla keppnina, en staðreyndin er sú að á meðan Gasol var að hvetja samherja sína frá bekknum í úrslitaleiknum ( Hann meiddist í undanúrslitaleiknum ) voru Garbajosa og félagar að sjá um Grikki. Alvöru leikmenn stíga upp þegar mikið liggur við, og með gull verðlaunin í húfi var Garbojosa einfaldlega frábær. Hann var stigahæstur spánverja með 20 stig og tók auk þess 10 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Áhrifin sem hann hafði á leikinn eru meiri heldur en tölfræðin gefur til kynna. Garbajosa, sem er alhliða 204-sm framherji, skoraði sex þriggja stiga körfur og var sérstaklega erfiður andstæðingum sínum í fyrri hálfleik þegar Spánn náði þægilegri forystu. Það var ekki aðeins að hann skoraði sjálfur, heldur teygði hann á vörn andstæðinganna því þriggja stiga skotin hans neyddu stóru mennina í gríska liðinu til að fara alveg út að línunni, sem gerði bakvörðum spænska liðsins það kleift að skora að vild með því að keyra upp að körfu, þeir höfðu nóg pláss. Það þarf að gefa Garbajosa marktæka tölu af ,,ósýnilegum” stoðsendingum í viðbót við heimsmeistaratitilinn. Garbajosa naut einnig velgengni í ACB deildinni heima fyrir á Spáni með liði sínu Unicaja Malaga. Liðið hans vann spænska titilinn sem var mest að þakka Garbajosa en hann var útnefndur Mikilvægasti leikmaðurinn í úrslitakeppninni. Hann skoraði 15.3 stig og tók 7.3 fráköst þegar Malaga risarnir sópuðu Tau. Eins og í Japan, þá lét Garbajosa svo sannarlega vita af sér en hann skoraði 22 stig og tók átta fráköst í leik sem kláraði seríuna gegn Tau. Sem Spánarmeistari og heimsmeistari, er Garbajosa á góðri leið með að bæta titlinum Leikmaður ársins 2006 við verðlaunasafnið sitt.
Jorge Garbajosa er næstur
15 des. 2006Jorge Garbajosa er einn af þessum evrópsku leikmönnum sem mikið hefur látið að sér kveða síðustu ár á stórmótum sem og heima fyrir í ACB deildinni á Spáni. Garbajosa er að sjálfsögðu tilnefndur sem leikmaður ársins 2006. Kevin Anselmo tók saman og gerir grein fyrir því hvers vegna Garbajosa á skilið að vera leikmaður ársins 2006. Leikmaður ársins er sigurvegari, og að sigra er eitthvað sem Jorge Garbajosa gerði mikið af árið 2006, sem er ástæðan fyrir því afhverju hann ætti að vinna verðlaunin. Árið 2006, vann Garba hinn mikli titla með félagi sem er óumdeilanlega í einni sterkustu deild Evrópu, ACB á Spáni, og svo varð hann einnig heimsmeistari með landsliði sínu. Það er mín skoðun að Garbajosa átti skilið að hljóta nafnbótina Mikilvægasti leikmaður heimsmeistarakeppninnar, og þá er alls ekki verið að taka neitt frá Paul Gasol, sem var stórkostlegur út alla keppnina, en staðreyndin er sú að á meðan Gasol var að hvetja samherja sína frá bekknum í úrslitaleiknum ( Hann meiddist í undanúrslitaleiknum ) voru Garbajosa og félagar að sjá um Grikki. Alvöru leikmenn stíga upp þegar mikið liggur við, og með gull verðlaunin í húfi var Garbojosa einfaldlega frábær. Hann var stigahæstur spánverja með 20 stig og tók auk þess 10 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Áhrifin sem hann hafði á leikinn eru meiri heldur en tölfræðin gefur til kynna. Garbajosa, sem er alhliða 204-sm framherji, skoraði sex þriggja stiga körfur og var sérstaklega erfiður andstæðingum sínum í fyrri hálfleik þegar Spánn náði þægilegri forystu. Það var ekki aðeins að hann skoraði sjálfur, heldur teygði hann á vörn andstæðinganna því þriggja stiga skotin hans neyddu stóru mennina í gríska liðinu til að fara alveg út að línunni, sem gerði bakvörðum spænska liðsins það kleift að skora að vild með því að keyra upp að körfu, þeir höfðu nóg pláss. Það þarf að gefa Garbajosa marktæka tölu af ,,ósýnilegum” stoðsendingum í viðbót við heimsmeistaratitilinn. Garbajosa naut einnig velgengni í ACB deildinni heima fyrir á Spáni með liði sínu Unicaja Malaga. Liðið hans vann spænska titilinn sem var mest að þakka Garbajosa en hann var útnefndur Mikilvægasti leikmaðurinn í úrslitakeppninni. Hann skoraði 15.3 stig og tók 7.3 fráköst þegar Malaga risarnir sópuðu Tau. Eins og í Japan, þá lét Garbajosa svo sannarlega vita af sér en hann skoraði 22 stig og tók átta fráköst í leik sem kláraði seríuna gegn Tau. Sem Spánarmeistari og heimsmeistari, er Garbajosa á góðri leið með að bæta titlinum Leikmaður ársins 2006 við verðlaunasafnið sitt.