14 des. 2006Næstur í röðinni er hinn frábæri gríski bakvörður Theo Papaloukas sem leikur með CSKA Moscow í Rússlandi. Theo er 2 metra hár leikstjórnandi. Jeff Taylor skrifaði þennan pistil og segir hvers vegna Theo Papaloukas á skilið að verða fyrir valinu. Hengdu auglýsingaborða út frá þakinu á heimilinu þínu, eða prentaðu gjaldmiðil þar sem orðin ,,Við setjum allt okkar traust á Theo” eru áletruð á. Theo Papaloukas hlýtur að verða kosinn leikmaður Evrópu í ár. Hann er 2ja metra hár leikstjórnandi sem yfirleitt kemur inn á af bekknum, Theo er hjartað bæði í CSKA Moscow og gríska landsliðinu. Hann spáir ekkert í sína eigin tölfræði, og er ímynd alls þess sem eitt lið er. Það eina sem hann hefur áhuga á er að vinna leiki og það er einmitt það sem liðin hans gera. ÞAU VINNA! Theo á skilið að vinna titilinn leikmaður Evrópu í ár, afþví hann er hinn fullkomni leikmaður í "stóru leikjunum" sem skipta svo miklu máli. Í úrslitum Evrópukeppninnar í Prag, eftir tímabil þar sem hann skoraði 9 stig að meðaltali, gaf fjórar stoðsendingar og tók þrjú fráköst, gerði hann sér lítið fyrir og tvöfaldaði árangur sinn. Á móti Winterthur Barcelona skoraði Theo 19 stig og stal boltanum fjórum sinnum. Í Maccabi, þar sem óvænt úrslit litu dagsins ljós, raðaði hann niður 18 stigum og gaf að auki sjö stoðsendingar. CSKA vann titilinn, og strax eftir leikinn hljóp Theo að áhorfendasvæðinu þar sem einn aðdáandi rétti honum gríska fánann. Hann þaut síðan af stað og með fánann vafinn um sig fagnaði hann einni af stórkostlegustu stundum í lífi sínu með því að minna alla viðstadda á það hvar rætur hans liggja. CSKA vann einnig rússnesku úrvalsdeildina og rússnesku bikarkeppnina. Eldmóður hans þar sem hann klæðist gríska búningnum lætur mann hreinlega fá gæsahúð af hrifningu. Grikkir sem urðu Evrópumeistarar árið 2005, náðu því ekki að vinna gull í heimsmeistarakeppni, en komust samt í úrslitleikinn með hinum óvæntu úrslitum á móti bandaríska liðinu sem allir höfðu veðjað á. Það var enginn annar en Theo sem tók málin í sínar hendur í leiknum. Hann bætti 12 stoðsendingum við átta stigin sem hann skoraði og þá má ekki gleyma því að hann tók fimm fráköst í leiknum. En jafnvel þótt hann hefði ekki skorað eitt einasta stig eða sent eina einustu stoðsendingu, þá hefði Theo verið alsæll bara ef Grikkland hefði unnið. Hann sagði mér svolítið áður en keppnin hófst sem útskýrir hugsanagang hans vel. Hann sagði: "Mikilvægasta stundin þegar þú vinnur er að þú ert að gera það sem þú elskar." Theo er sannur sigurvegari og hann á skilið að fá atkvæði þitt sem leikmaður ársins í Evrópu. Nafn: Theo Papaloukas Félag: CSKA Moscow Þjóð: GRE Leikstaða: Bakvörður Fæð.d. og ár: 08.05.1977
Theo Papaloukas
14 des. 2006Næstur í röðinni er hinn frábæri gríski bakvörður Theo Papaloukas sem leikur með CSKA Moscow í Rússlandi. Theo er 2 metra hár leikstjórnandi. Jeff Taylor skrifaði þennan pistil og segir hvers vegna Theo Papaloukas á skilið að verða fyrir valinu. Hengdu auglýsingaborða út frá þakinu á heimilinu þínu, eða prentaðu gjaldmiðil þar sem orðin ,,Við setjum allt okkar traust á Theo” eru áletruð á. Theo Papaloukas hlýtur að verða kosinn leikmaður Evrópu í ár. Hann er 2ja metra hár leikstjórnandi sem yfirleitt kemur inn á af bekknum, Theo er hjartað bæði í CSKA Moscow og gríska landsliðinu. Hann spáir ekkert í sína eigin tölfræði, og er ímynd alls þess sem eitt lið er. Það eina sem hann hefur áhuga á er að vinna leiki og það er einmitt það sem liðin hans gera. ÞAU VINNA! Theo á skilið að vinna titilinn leikmaður Evrópu í ár, afþví hann er hinn fullkomni leikmaður í "stóru leikjunum" sem skipta svo miklu máli. Í úrslitum Evrópukeppninnar í Prag, eftir tímabil þar sem hann skoraði 9 stig að meðaltali, gaf fjórar stoðsendingar og tók þrjú fráköst, gerði hann sér lítið fyrir og tvöfaldaði árangur sinn. Á móti Winterthur Barcelona skoraði Theo 19 stig og stal boltanum fjórum sinnum. Í Maccabi, þar sem óvænt úrslit litu dagsins ljós, raðaði hann niður 18 stigum og gaf að auki sjö stoðsendingar. CSKA vann titilinn, og strax eftir leikinn hljóp Theo að áhorfendasvæðinu þar sem einn aðdáandi rétti honum gríska fánann. Hann þaut síðan af stað og með fánann vafinn um sig fagnaði hann einni af stórkostlegustu stundum í lífi sínu með því að minna alla viðstadda á það hvar rætur hans liggja. CSKA vann einnig rússnesku úrvalsdeildina og rússnesku bikarkeppnina. Eldmóður hans þar sem hann klæðist gríska búningnum lætur mann hreinlega fá gæsahúð af hrifningu. Grikkir sem urðu Evrópumeistarar árið 2005, náðu því ekki að vinna gull í heimsmeistarakeppni, en komust samt í úrslitleikinn með hinum óvæntu úrslitum á móti bandaríska liðinu sem allir höfðu veðjað á. Það var enginn annar en Theo sem tók málin í sínar hendur í leiknum. Hann bætti 12 stoðsendingum við átta stigin sem hann skoraði og þá má ekki gleyma því að hann tók fimm fráköst í leiknum. En jafnvel þótt hann hefði ekki skorað eitt einasta stig eða sent eina einustu stoðsendingu, þá hefði Theo verið alsæll bara ef Grikkland hefði unnið. Hann sagði mér svolítið áður en keppnin hófst sem útskýrir hugsanagang hans vel. Hann sagði: "Mikilvægasta stundin þegar þú vinnur er að þú ert að gera það sem þú elskar." Theo er sannur sigurvegari og hann á skilið að fá atkvæði þitt sem leikmaður ársins í Evrópu. Nafn: Theo Papaloukas Félag: CSKA Moscow Þjóð: GRE Leikstaða: Bakvörður Fæð.d. og ár: 08.05.1977