14 des. 2006Dirk Nowitski er einn þeirra sem er tilnefndur sem leikmaður ársins í eldri flokki hjá körlum. Dirk var valinn leikmaður ársins 2005. Hér kemur skemmtilegur pistill ritaður af David Hein þar sem hans skoðun á því hvers vegna Dirk á að hljóta nafnbótina Leikmaður ársins í Evrópu 2006 kemur fram. Dirk Nowitzki er yfirleitt Hr. Áreiðanlegur frá vítalínunni – en hann hefur náð 87% árangri í vítahittni á sínum ferli. En þegar hann fékk tækifærið til að jafna í þriðja leiknum í úrslitum NBA, og mögulega ná tækifærinu til að verða 3-0 yfir í seríunni á móti Miami Heat, þá mistókst hinu þýska undrabarni í seinna vítaskotinu sem hann tók, og í staðinn gerði hann Dwyane Wade og Heat það kleift að hrifsa til sín sigurinn á ögurstundu. Dallas Mavericks náðu aldrei að koma til baka eftir að hafa misst af tækifærinu og töpuðu næstu þremur leikjunum, sem hafði það í för með sér að Wade vann sinn fyrsta NBA titil, en Nowitzki sat eftir með þunga byrði að bera. Það munaði ekki miklu að Nowitzki tækist að greypa nafn sitt í stein á meðal þeirra úrvals leikmanna frá Evrópu sem hafa náð að vinna NBA meistaratitilinn. Franski leikstjórnandinn Tony Parker leiddi San Antonio Spurs til sigurs í tveimur úrslitakeppnum og vann tvo hringa. Tony Kukoc náði þremur titlum þegar hann lék samhliða Michael Jordan og Scottie Pippen með Chicago Bulls. Nowitzki hafði leitt Dallas alveg að þröskuldinum að NBA sigri. Ólíkt mörgum af leikmönnunum frá Evrópu, þá var Nowitzki aðalmaðurinn í NBA liði í úrslitum. En í staðinn fyrir að verða NBA meistari, slóst Nowitzki í hóp með þeim sem næstum því hafa unnið titilinn, eins og Vlade Divac, sem komst nálægt því með Los Angeles Lakers, og Peja Stojakovic með hinum sterka liði Sacramento Kings í byrjun þessarar aldar. Samt sem áður átti Nowitzki, sem var valinn Leikmaður ársins í Evrópu 2005, annað frábært tímabil. Í kjölfarið á frábærri spilamennsku með því að leiða Þýskaland til þess að vinna silfur í úrslitum Evrópukeppni landsliða 2005, þá var þessi 213-sm hái leikmaður kallaður til þess af þjálfara Dallas, Avery Johnson, að verða meiri leiðtogi innan vallar, og á meðan hinn 28 ára gamli Nowitzki vandist meira og meira sínu nýja hlutverki, hélt hann einnig áfram að þróa sinn leik. Nowitzki var ekki lengur aðeins áberandi ógn að utan, heldur varð leikur hans þegar hann keyrði að körfunni líka stöðugri. Hann fór einnig að verða sterkari með mann í bakinu á blokkinni og gerði meira í að fara með varnarmanninn nær körfunni. Þetta allt gerði andstæðingum hans erfiðara fyrir að reyna að hafa hemil á Nowitzki, og leikmðurinn frá Wurzburg í Þýskalandi hélt áfram að bæta tölurnar sínar, hann var með 26.6 stig, 9.7 fráköst, 2.8 stoðsendingar og eitt varið skot að meðaltali yfir leiktíðina. Í úrslitakeppninni ruku tölurnar upp í 27 stig, 11.7 fráköst og 2.9 stoðsendingar. Um sumarið lét Nowitzki klippa löngu ljósu lokkana í burtu og kom þreyttur til æfinga með þýska landsliðinu eftir langa leikjatörn í NBA sem var ekki lokið fyrr en í júní. Nowitzki þurfti smá tíma til að koma sér í leikform fyrir heimsmeistarakeppnina 2006, en þar var hann enn og aftur leiðtogi Þýskalands. Hin liðin sem voru í hóp með Þýskalandi vissu að þau yrðu að stoppa Nowitzki til að vinna Þýskaland, og þau tefldu fram öllu sem þau áttu til að hemja hann. Þýska stjarnan lagði hart að sér til að aðlagast, og reyndi að fá félaga sína í liðinu til að leggja meira til liðsins. Í þremur leikjum gaf hann fimm stoðsendingar, en á móti Angola ákvað hann að axla sjálfur ábyrgðina og skoraði 47 stig og reif niður 16 fráköst í æðisgengnum leik sem þurfti 3 framlengingar áður en Þjóðverjar knúðu fram sigur. En að lokum þá hafði Þýskaland ekki nóg vopn til að hjálpa Nowitzki og tapaði á móti Bandaríkjunum í fjögurra liða úrslitum, og síðan töpuðu þeir fyrir Frakklandi og Litháen og enduðu í áttunda sæti í keppninni. Það var hins vegar ekki vegna þess að Nowitzki lagði sig ekki fram í leikjunum, en hann var með 23.2 stig, 9.2 fráköst og 2.8 stoðsendingar að meðaltali og einum bolta stolið í hverjum leik. Stjarnan Dirk kom inn í yfirstandandi NBA tímabil með jafnvel enn meiri eldmóði til að leiða Dallas aftur að fyrirheitna landinu. Og eftir barning í byrjun – en Mavericks töpuðu fjórum fyrstu leikjum sínum – hefur Dallas unnið 11 leiki í röð, og Nowitzki hefur verið leiðtoginn, með 24.4 stig, 9.7 fráköst, 2.9 stoðsendingar og eitt varið skot að meðaltali. Hann er með 91% hittni í vítaskotum og er að bíða eftir tækifærinu til að bæta fyrir skotið sem fór forgörðum á móti Miami, sem kæmi honum efst á toppinn. Nowitzki hefur greypt nafn sitt sem sá Evrópumaður sem gæti leitt lið sitt inn í NBA úrslitin, og hann ætti að vera skráður í sögubækurnar sem leikmaður ársins í Evrópu 2006. Dirk Nowitski Félag: Dallas Mavericks Þjóðerni: Þýskaland Leikstaða: Framvörður Fæð.d. og ár: 19.06.1978
Pistill um Dirk Nowitski
14 des. 2006Dirk Nowitski er einn þeirra sem er tilnefndur sem leikmaður ársins í eldri flokki hjá körlum. Dirk var valinn leikmaður ársins 2005. Hér kemur skemmtilegur pistill ritaður af David Hein þar sem hans skoðun á því hvers vegna Dirk á að hljóta nafnbótina Leikmaður ársins í Evrópu 2006 kemur fram. Dirk Nowitzki er yfirleitt Hr. Áreiðanlegur frá vítalínunni – en hann hefur náð 87% árangri í vítahittni á sínum ferli. En þegar hann fékk tækifærið til að jafna í þriðja leiknum í úrslitum NBA, og mögulega ná tækifærinu til að verða 3-0 yfir í seríunni á móti Miami Heat, þá mistókst hinu þýska undrabarni í seinna vítaskotinu sem hann tók, og í staðinn gerði hann Dwyane Wade og Heat það kleift að hrifsa til sín sigurinn á ögurstundu. Dallas Mavericks náðu aldrei að koma til baka eftir að hafa misst af tækifærinu og töpuðu næstu þremur leikjunum, sem hafði það í för með sér að Wade vann sinn fyrsta NBA titil, en Nowitzki sat eftir með þunga byrði að bera. Það munaði ekki miklu að Nowitzki tækist að greypa nafn sitt í stein á meðal þeirra úrvals leikmanna frá Evrópu sem hafa náð að vinna NBA meistaratitilinn. Franski leikstjórnandinn Tony Parker leiddi San Antonio Spurs til sigurs í tveimur úrslitakeppnum og vann tvo hringa. Tony Kukoc náði þremur titlum þegar hann lék samhliða Michael Jordan og Scottie Pippen með Chicago Bulls. Nowitzki hafði leitt Dallas alveg að þröskuldinum að NBA sigri. Ólíkt mörgum af leikmönnunum frá Evrópu, þá var Nowitzki aðalmaðurinn í NBA liði í úrslitum. En í staðinn fyrir að verða NBA meistari, slóst Nowitzki í hóp með þeim sem næstum því hafa unnið titilinn, eins og Vlade Divac, sem komst nálægt því með Los Angeles Lakers, og Peja Stojakovic með hinum sterka liði Sacramento Kings í byrjun þessarar aldar. Samt sem áður átti Nowitzki, sem var valinn Leikmaður ársins í Evrópu 2005, annað frábært tímabil. Í kjölfarið á frábærri spilamennsku með því að leiða Þýskaland til þess að vinna silfur í úrslitum Evrópukeppni landsliða 2005, þá var þessi 213-sm hái leikmaður kallaður til þess af þjálfara Dallas, Avery Johnson, að verða meiri leiðtogi innan vallar, og á meðan hinn 28 ára gamli Nowitzki vandist meira og meira sínu nýja hlutverki, hélt hann einnig áfram að þróa sinn leik. Nowitzki var ekki lengur aðeins áberandi ógn að utan, heldur varð leikur hans þegar hann keyrði að körfunni líka stöðugri. Hann fór einnig að verða sterkari með mann í bakinu á blokkinni og gerði meira í að fara með varnarmanninn nær körfunni. Þetta allt gerði andstæðingum hans erfiðara fyrir að reyna að hafa hemil á Nowitzki, og leikmðurinn frá Wurzburg í Þýskalandi hélt áfram að bæta tölurnar sínar, hann var með 26.6 stig, 9.7 fráköst, 2.8 stoðsendingar og eitt varið skot að meðaltali yfir leiktíðina. Í úrslitakeppninni ruku tölurnar upp í 27 stig, 11.7 fráköst og 2.9 stoðsendingar. Um sumarið lét Nowitzki klippa löngu ljósu lokkana í burtu og kom þreyttur til æfinga með þýska landsliðinu eftir langa leikjatörn í NBA sem var ekki lokið fyrr en í júní. Nowitzki þurfti smá tíma til að koma sér í leikform fyrir heimsmeistarakeppnina 2006, en þar var hann enn og aftur leiðtogi Þýskalands. Hin liðin sem voru í hóp með Þýskalandi vissu að þau yrðu að stoppa Nowitzki til að vinna Þýskaland, og þau tefldu fram öllu sem þau áttu til að hemja hann. Þýska stjarnan lagði hart að sér til að aðlagast, og reyndi að fá félaga sína í liðinu til að leggja meira til liðsins. Í þremur leikjum gaf hann fimm stoðsendingar, en á móti Angola ákvað hann að axla sjálfur ábyrgðina og skoraði 47 stig og reif niður 16 fráköst í æðisgengnum leik sem þurfti 3 framlengingar áður en Þjóðverjar knúðu fram sigur. En að lokum þá hafði Þýskaland ekki nóg vopn til að hjálpa Nowitzki og tapaði á móti Bandaríkjunum í fjögurra liða úrslitum, og síðan töpuðu þeir fyrir Frakklandi og Litháen og enduðu í áttunda sæti í keppninni. Það var hins vegar ekki vegna þess að Nowitzki lagði sig ekki fram í leikjunum, en hann var með 23.2 stig, 9.2 fráköst og 2.8 stoðsendingar að meðaltali og einum bolta stolið í hverjum leik. Stjarnan Dirk kom inn í yfirstandandi NBA tímabil með jafnvel enn meiri eldmóði til að leiða Dallas aftur að fyrirheitna landinu. Og eftir barning í byrjun – en Mavericks töpuðu fjórum fyrstu leikjum sínum – hefur Dallas unnið 11 leiki í röð, og Nowitzki hefur verið leiðtoginn, með 24.4 stig, 9.7 fráköst, 2.9 stoðsendingar og eitt varið skot að meðaltali. Hann er með 91% hittni í vítaskotum og er að bíða eftir tækifærinu til að bæta fyrir skotið sem fór forgörðum á móti Miami, sem kæmi honum efst á toppinn. Nowitzki hefur greypt nafn sitt sem sá Evrópumaður sem gæti leitt lið sitt inn í NBA úrslitin, og hann ætti að vera skráður í sögubækurnar sem leikmaður ársins í Evrópu 2006. Dirk Nowitski Félag: Dallas Mavericks Þjóðerni: Þýskaland Leikstaða: Framvörður Fæð.d. og ár: 19.06.1978