11 des. 2006Nú er hlé á fjölliðamótum KKÍ í yngri flokkum. Næsta umferð hefst í byrjun febrúar. Þetta hlé nota þjálfarar og félög á ýmsan hátt. Eins og flestir vita þá standa Suðurnesjaliðin fyrir mjög öflugu starfi í yngri flokkum stúlkna. Á baki þessu starfi standa m.a. kraftmiklir og góðir þjálfarar. Grindavíkurþjálfarinn Ellert Magnússon er einn af þessum þjálfurum. Hjá honum æfa nú um mundir um 20 stelpur í 7. flokki stúlkna. Keflvíkingurinn Erla Reynisdóttir er líka í þessum þjálfarahóp, hjá henni æfa einnig um 20 stelpur. Þessir þjálfarar mæta með stóra hópa í fjölliðamótin og leyfa mörgum leikmönnum að spreyta sig. Um helgina stóð Ellert fyrir b-liðamóti í 7. flokki stúlkna í Grindavík fyrir þær stúlkur í sínum æfingahóp sem hafa lítið fengið að spila í vetur. Ellert mætti með tvö lið í mótið og Keflavík kom með eitt. Fjórða liðið kom frá KR. Mótið heppnaðist mjög vel og mega aðrir þjálfarar og önnur félög taka þetta framtak Ellerts sér til fyrirmyndar.
B-liðamót í Grindavík
11 des. 2006Nú er hlé á fjölliðamótum KKÍ í yngri flokkum. Næsta umferð hefst í byrjun febrúar. Þetta hlé nota þjálfarar og félög á ýmsan hátt. Eins og flestir vita þá standa Suðurnesjaliðin fyrir mjög öflugu starfi í yngri flokkum stúlkna. Á baki þessu starfi standa m.a. kraftmiklir og góðir þjálfarar. Grindavíkurþjálfarinn Ellert Magnússon er einn af þessum þjálfurum. Hjá honum æfa nú um mundir um 20 stelpur í 7. flokki stúlkna. Keflvíkingurinn Erla Reynisdóttir er líka í þessum þjálfarahóp, hjá henni æfa einnig um 20 stelpur. Þessir þjálfarar mæta með stóra hópa í fjölliðamótin og leyfa mörgum leikmönnum að spreyta sig. Um helgina stóð Ellert fyrir b-liðamóti í 7. flokki stúlkna í Grindavík fyrir þær stúlkur í sínum æfingahóp sem hafa lítið fengið að spila í vetur. Ellert mætti með tvö lið í mótið og Keflavík kom með eitt. Fjórða liðið kom frá KR. Mótið heppnaðist mjög vel og mega aðrir þjálfarar og önnur félög taka þetta framtak Ellerts sér til fyrirmyndar.