4 des. 2006Ekki er langt síðan körfuknattleiksiðkun hófst á Hornafirði. Þar stendur þó starfið í blóma og er félagið með mörg lið í Íslandsmóti og fjölda iðkenda. KKI.is náði tali af aðalsprautu félagsins Arnari Guðjónssyni og bað hann að segja aðeins frá starfinu fyrir austan. Hér áður fyrr var lið sem hét Máni og var frá Hornafirði, nú er það Sindri, hver er munurinn? Sagan af körfu Hafnar er mjög stutt, við vorum með lið í Íslandsmóti í kringum Jordan æðið og þá var smá uppgangur og voru þá starfandi tvö félög á svæðinu, UMF Máni og UMF Sindri. Fyrst var það einungis Máni sem tók þátt á Íslandsmóti. Síðan fór iðkendum að fækka og þá sameinuðust deildirnar og kepptu undir merkjum Sindra. Fyrir um 10 árum lagðist körfuboltinn algjörlega niður fyrir utan einhverjar old boys æfingar. Hvenær hófuð þið svo þá ”bylgju” sem nú er í gangi? Það er hægt að segja að bylgjan hafi byrjað í fyrravetur. Þá fórum við með tvo flokka í Íslandsmót, meistaraflokk karla og 9. flokk karla. Við buðum þá upp á æfingar fyrir 6. bekk og alla leiðina upp úr. Við stefnum á að byggja vel ofan á þennan áhuga. Við lítum ekki á það þannig að markmiðum okkar hafi verið náð. Stjórnarmenn hér eru stórhuga og það er mikilvægt. Það er allt ennþá á uppleið, núna nýverið unnum við 2 fjölliðamót og var það í fyrsta skipti, þar af skilaði eitt af þeim fyrsta liðinu upp í A-riðil. Meistaraflokkurinn er að standa undir væntingum, þegar búnir að vinna fleiri leiki en allt síðasta tímabil. Það var tekin sú ákvörðun síðastliðið vor að leggja aukna áherslu á meistaraflokk. Ástæðan fyrir því er sú að við teljum það mikilvægt fyrir yngriflokkstarf að hafa góðan meistarflokk til að ýta undir áhugann. Með því að leggja meiri áherslu á meistarflokk ákváðum við að fá nýja leikmenn og fengum við 5 nýja leikmenn sem eru fluttir til Hafnar og hefur koma þeirra styrkt meistarflokkinn til muna. Hvað eru margir körfuboltaiðkendur á Höfn? Í dag eru um 130 manns að æfa körfubolta hér. Hvað eru margir flokkar starfandi? Það er boðið upp á æfingar fyrir bæði kyn alveg frá fyrsta bekk og uppúr. Það eru hinsvegar 6 flokkar á Íslandsmóti. 7. til 10. flokkur karla, 7. flokkur kvenna og meistaraflokkur karla. Hvernig er stemmingin í bænum gagnvart körfubolta? Stemmingin er góð, fólk sýnir þessu mikinn áhuga og það eru að mæta um 100 manns á heimleiki hjá okkur hingað til. Það hjálpar einnig mikið til að meistarflokkur hefur byrjað af miklum krafti. Hver er Arnar Guðjónsson? Ekki viss en hann hefur aldrei verið betri. Hvernig byrjaðir þú í körfubolta? Byrjaði að æfa í svona 3. bekk með Reykdælum sem er uppi í Borgarfirði. Afhverju? Ef maður ætlar að vera í íþróttum þá þýðir ekkert annað en að æfa þá bestu. Hvernig er starfið í kringum þetta, eru foreldrar virkir? Foreldrar eru ekki komnir eins vel inn í þetta og við viljum. Það er hlutur sem þarf að laga. Hinsvegar er stjórnin hjá okkur í miklu samstarfi við framkvæmdarstjóra Sindra að vinna gríðarlega mikið og gott starf. Nú var fjölliðamót hjá ykkur á heimavelli í byrjun nóvember, hvernig gekk skipulagning þess? Ég var staddur í Reykjavík með 10. flokkinn hjá okkur þanning að ég get ekki svarað þessari spurningu fullkomlega en þeir sem héldu mótið sögðu að hlutirnir hefðu gengið ágætlega, þó svo að alltaf séu hlutir sem að megi og þurfi að laga. KKI.is óskar Sindra mönnum góðs gengis á vellinum og í starfi sínu í framtíðinni
Körfubolti á Höfn
4 des. 2006Ekki er langt síðan körfuknattleiksiðkun hófst á Hornafirði. Þar stendur þó starfið í blóma og er félagið með mörg lið í Íslandsmóti og fjölda iðkenda. KKI.is náði tali af aðalsprautu félagsins Arnari Guðjónssyni og bað hann að segja aðeins frá starfinu fyrir austan. Hér áður fyrr var lið sem hét Máni og var frá Hornafirði, nú er það Sindri, hver er munurinn? Sagan af körfu Hafnar er mjög stutt, við vorum með lið í Íslandsmóti í kringum Jordan æðið og þá var smá uppgangur og voru þá starfandi tvö félög á svæðinu, UMF Máni og UMF Sindri. Fyrst var það einungis Máni sem tók þátt á Íslandsmóti. Síðan fór iðkendum að fækka og þá sameinuðust deildirnar og kepptu undir merkjum Sindra. Fyrir um 10 árum lagðist körfuboltinn algjörlega niður fyrir utan einhverjar old boys æfingar. Hvenær hófuð þið svo þá ”bylgju” sem nú er í gangi? Það er hægt að segja að bylgjan hafi byrjað í fyrravetur. Þá fórum við með tvo flokka í Íslandsmót, meistaraflokk karla og 9. flokk karla. Við buðum þá upp á æfingar fyrir 6. bekk og alla leiðina upp úr. Við stefnum á að byggja vel ofan á þennan áhuga. Við lítum ekki á það þannig að markmiðum okkar hafi verið náð. Stjórnarmenn hér eru stórhuga og það er mikilvægt. Það er allt ennþá á uppleið, núna nýverið unnum við 2 fjölliðamót og var það í fyrsta skipti, þar af skilaði eitt af þeim fyrsta liðinu upp í A-riðil. Meistaraflokkurinn er að standa undir væntingum, þegar búnir að vinna fleiri leiki en allt síðasta tímabil. Það var tekin sú ákvörðun síðastliðið vor að leggja aukna áherslu á meistaraflokk. Ástæðan fyrir því er sú að við teljum það mikilvægt fyrir yngriflokkstarf að hafa góðan meistarflokk til að ýta undir áhugann. Með því að leggja meiri áherslu á meistarflokk ákváðum við að fá nýja leikmenn og fengum við 5 nýja leikmenn sem eru fluttir til Hafnar og hefur koma þeirra styrkt meistarflokkinn til muna. Hvað eru margir körfuboltaiðkendur á Höfn? Í dag eru um 130 manns að æfa körfubolta hér. Hvað eru margir flokkar starfandi? Það er boðið upp á æfingar fyrir bæði kyn alveg frá fyrsta bekk og uppúr. Það eru hinsvegar 6 flokkar á Íslandsmóti. 7. til 10. flokkur karla, 7. flokkur kvenna og meistaraflokkur karla. Hvernig er stemmingin í bænum gagnvart körfubolta? Stemmingin er góð, fólk sýnir þessu mikinn áhuga og það eru að mæta um 100 manns á heimleiki hjá okkur hingað til. Það hjálpar einnig mikið til að meistarflokkur hefur byrjað af miklum krafti. Hver er Arnar Guðjónsson? Ekki viss en hann hefur aldrei verið betri. Hvernig byrjaðir þú í körfubolta? Byrjaði að æfa í svona 3. bekk með Reykdælum sem er uppi í Borgarfirði. Afhverju? Ef maður ætlar að vera í íþróttum þá þýðir ekkert annað en að æfa þá bestu. Hvernig er starfið í kringum þetta, eru foreldrar virkir? Foreldrar eru ekki komnir eins vel inn í þetta og við viljum. Það er hlutur sem þarf að laga. Hinsvegar er stjórnin hjá okkur í miklu samstarfi við framkvæmdarstjóra Sindra að vinna gríðarlega mikið og gott starf. Nú var fjölliðamót hjá ykkur á heimavelli í byrjun nóvember, hvernig gekk skipulagning þess? Ég var staddur í Reykjavík með 10. flokkinn hjá okkur þanning að ég get ekki svarað þessari spurningu fullkomlega en þeir sem héldu mótið sögðu að hlutirnir hefðu gengið ágætlega, þó svo að alltaf séu hlutir sem að megi og þurfi að laga. KKI.is óskar Sindra mönnum góðs gengis á vellinum og í starfi sínu í framtíðinni