2 des. 2006Iceland Express deild karla fer aftur af stað á morgun sunnudag 3.desember með 4 leikjum eftir 12 daga frí sem kom til vegna 32 liða úrslita í Lýsingarbikarkeppninni. Á morgun sunnudag hefst 9. umferð Iceland Express deildar karla með fjórum leikjum. Í Hveragerði taka heimamenn á móti efsta liði deildarinnar KR, í Njarðvík leika Njarðvíkingar við Fjölni, á Sauðárkróki fá heimamenn Keflvíkinga í heimsókn. Að lokum er það viðureign Þórs frá Þorlákshöfn og Skallagríms en sá leikur er hinn svokallaði Iceland Express leikur þessarar umferðar en það er nýjung í ár. ( Kemur sér kynning um þennan leik síðar í kvöld ) Allir leikir hefjast klukkan 19:15 Hvert lið í Iceland Express deildum karla og kvenna geta valið einn leik þar sem verða ýmsar uppákomur í tengslum við aðalstyrktaraðila deildanna, Iceland Express. 9. umferð lýkur svo á mánudagskvöld með tveim leikjum en þá mætast að nýju á aðeins viku Grindavík og Snæfell í Grindavík og ÍR fær Hauka í Seljaskólann. Báðir leikir hefjast klukkan 19:15