30 nóv. 2006Í kvöld leika Njarðvíkingar síðasta Evrópuleik sinn á heimavelli þetta haustið þegar þeir taka á móti rússneska liðinu CKS-VVS Samara í Keflavík kl 19:15. Sparisjóðurinn í Keflavík hefur ákveðið að styðja Njarðvíkinga höfðinglega í leiknum og býður öllum frítt á leikinn. Njarðvík lék gegn Samara austur undir Uralfjöllum fyrr fyrir 3 vikum og beið þar lægri hlut eftir jafnan fyrri hálfleik. Í gærkvöld léku hin liðin í riðlinum í Eistlandi þar sem Tartu Rock tók á móti Cherkaski Mavpy og sigruðu heimamenn 99-74. Njarðvíkingar hafa tekið saman fínar [v+]http://www.umfn.is/karfan/index.php?option=com_content&task=view&id=111[v-]upplýsingar[slod-] um leikinn í kvöld.
Frítt á Evrópuleik Njarðvíkur í kvöld
30 nóv. 2006Í kvöld leika Njarðvíkingar síðasta Evrópuleik sinn á heimavelli þetta haustið þegar þeir taka á móti rússneska liðinu CKS-VVS Samara í Keflavík kl 19:15. Sparisjóðurinn í Keflavík hefur ákveðið að styðja Njarðvíkinga höfðinglega í leiknum og býður öllum frítt á leikinn. Njarðvík lék gegn Samara austur undir Uralfjöllum fyrr fyrir 3 vikum og beið þar lægri hlut eftir jafnan fyrri hálfleik. Í gærkvöld léku hin liðin í riðlinum í Eistlandi þar sem Tartu Rock tók á móti Cherkaski Mavpy og sigruðu heimamenn 99-74. Njarðvíkingar hafa tekið saman fínar [v+]http://www.umfn.is/karfan/index.php?option=com_content&task=view&id=111[v-]upplýsingar[slod-] um leikinn í kvöld.