30 nóv. 2006Keflavík og Haukar leika í Evrópukeppninni í kvöld. Keflvíkingar fá Mlekarna Kunin frá Tékklandi í heimsókn og Haukar leika gegn Cran Canaria í Las Palmas. Keflvíkingar töpuðu stórt gegn Mlekarna Kunin í fyrri leik liðanna sem fram fór í Tékklandi og því verður fróðlegt að sjá hvernig fer í kvöld. Það er nokkuð ljóst að heimamenn munu selja sig dýrt í leiknum í kvöld. Keflavík er með 1 sigur og 2 töp á meðan að Tékkarnir eru með 2 sigra og 1 tap í keppninni til þessa. Leikur Keflavíkur og Mlekarna Kunin fer fram í Keflavík og hefst kl. 19:15. Haukakonur eru í Las Palmas þar sem þær munu etja kappi við Cran Canaria. Þær spænsku höfðu betur 72 - 92 þegar þau léku á Ásvöllum 9.nóvember sl. Haukar eru enn án sigurs á meðan Cran Canaria eru með 2 sigra og 1 tap.