28 nóv. 2006Georgia Olga Kristianssen varð um daginn fyrsta konan til þess að dæma körfuboltaleik á Egilsstöðum þegar hún dæmdi leik Hattar og Keflavíkur í Lýsingarbikar karla. Georgía Olga er tiltölulega nýbyrjuð að dæma en hún var að dæma sinn annan bikarleik á jafn mörgum dögum, en hún dæmdi leik Fjölnis og Skallagríms í gær. Það er ljóst að um sögulegan viðburð er að ræða því aldrei áður hefur kona dæmt leik í körfuknattleik á Egilsstöðum í opinberri keppni. Heimamönnum þótti hún standa sig mjög vel og aðspurð sagði hún að henni hafi þótt mjög gaman að dæma á Egilsstöðum en lét það fylgja að leikurinn í dag hafi tekið ögn meira á en leikurinn í gær. Georgía, sem hefur b-réttindi dómara, byrjaði að dæma nú í haust og hefur nú þegar dæmt um 20 leiki en það eru tvær konur sem dæma leiki á vegum KKÍ, hin heitir Indíana Marquez. (Frétt tekin af Austurlandið.is)
Kona dæmir körfuboltaleik í fyrsta skiptið á Egilsstöðum
28 nóv. 2006Georgia Olga Kristianssen varð um daginn fyrsta konan til þess að dæma körfuboltaleik á Egilsstöðum þegar hún dæmdi leik Hattar og Keflavíkur í Lýsingarbikar karla. Georgía Olga er tiltölulega nýbyrjuð að dæma en hún var að dæma sinn annan bikarleik á jafn mörgum dögum, en hún dæmdi leik Fjölnis og Skallagríms í gær. Það er ljóst að um sögulegan viðburð er að ræða því aldrei áður hefur kona dæmt leik í körfuknattleik á Egilsstöðum í opinberri keppni. Heimamönnum þótti hún standa sig mjög vel og aðspurð sagði hún að henni hafi þótt mjög gaman að dæma á Egilsstöðum en lét það fylgja að leikurinn í dag hafi tekið ögn meira á en leikurinn í gær. Georgía, sem hefur b-réttindi dómara, byrjaði að dæma nú í haust og hefur nú þegar dæmt um 20 leiki en það eru tvær konur sem dæma leiki á vegum KKÍ, hin heitir Indíana Marquez. (Frétt tekin af Austurlandið.is)