24 nóv. 2006[v+]http://www.kkdi.is/felagar.asp?Felagi=20[v-]Rögnvaldur Hreiðarsson[slod-] körfuknattleiksdómari mun dæma sinn 1000. leik á vegum KKÍ, þ.e. sem dómaranefnd KKÍ hefur raðað á, nú á sunnudaginn í Grindavík. Hann mun ásamt [v+]http://www.kkdi.is/felagar.asp?Felagi=4[v-]Kristni Óskarssyni[slod-] og [v+]http://www.kkdi.is/felagar.asp?Felagi=11[v-]Sigmundi Má Herbertssyni[slod-] dæma leik Grindavíkur og Snæfells í Lýsingarbikarnum en Kristinn var einmitt annar af kennurum Rögnvaldar þegar hann tók dómaraprófið í nóvember 1994. Það námskeið sat einmitt Sigmundur líka. Rögnvaldur er einungis annar dómarinn í sögu íslensks körfubolta sem nær að dæma 1000 leiki á vegum KKÍ en 29. nóvember 1992 dæmdi [v+]http://www.kkdi.is/myndir/jotti.jpg[v-]Jón Otti Ólafsson[slod-] sinn 1000. leik þegar hann dæmdi leik Breiðabliks og Hauka með Héðni Gunnarssyni. Jón Otti lagði flautuna á hilluna vorið 1994 og hafði þá dæmt 1673 leiki á vegum KKÍ. Rögnvaldur dæmdi sinn fyrsta leik 22. janúar 1995 þegar hann dæmdi leik KR og Grindavíkur í [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1995/00000124.htm[v-]bikarkeppni stúlknaflokks[slod-] með [v+]http://www.deiglan.com/baes/[v-]Brynjólfi Ægi Sævarssyni[slod-]. Hlutirnir gengu hratt fyrir sig hjá Rögnvaldi og haustið 1996 varð hann A dómari og dæmdi sinn fyrsta [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1996/00000220/02200203.htm[v-]leik[slod-] í Úrvalsdeild í Smáranum í Kópavogi 1. október þar sem áttust við Breiðablik og Haukar. Í þeim leik var meðdómari Rögnvaldar lærimeistari hans frá dómaranámskeiðinu Kristinn Óskarsson sem einmitt dæmir leikinn á sunnudag með honum. Í liði Breiðabliks fékk [v+]http://www.kkdi.is/felagar.asp?Felagi=9[v-]Erlingur Snær Erlingsson[slod-] eina villu en hann lagði seinna skóna á hilluna og dró flautuna fram og hefur dæmt fjölmarga leiki með Rögnvaldi síðan. Í þessum 1000 leikjum hefur Rögnvaldur dæmt með 75 mismunandi dómurum og oftast hefur meðdómarinn verið [v+]http://www.kkdi.is/felagar.asp?Felagi=16[v-]Björgvin Rúnarsson[slod-], en þeir félagar hafa dæmt 119 leiki saman. Í dag eru Úrvalsdeildarleikir Rögnvaldar orðnir 244 talsins, auk þess sem hann hefur dæmt fjölda leikja í úrslitakeppni karla og kvenna, bikarúrslitaleiki og aðra stórleiki.