23 nóv. 2006Gunnar Einarsson leikur sinn þrítugasta Evrópuleik fyrir sitt félagslið þegar Keflavík tekur á móti sænska liðinu Norrköping í kvöld í Keflavík. Gunnar er fyrsti Íslendingurinn til að leika svo marga Evrópuleiki en á eftir honum koma félagar hans í Keflavíkurliðinu. Gunnar lék sinn fyrsta Evrópuleik 15. september 1999 þegar hann lék með sameiginlegu liði Keflavíkur og Njarðvíkur undir merkjum ÍRB. Andstæðingar þeirra voru enska liðið London Leopards og sigraði ÍRB örugglega 111-75 og skoraði Gunnar 9 stig í leiknum. Gunnar lék 5 af leikjum ÍRB en eftir að Keflvíkingar hófu þátttöku undir eigin merkjum haustið 2003 hefur Gunnar leikið alla leiki liðsins og er því leikurinn í kvöld sá þrítugasti. Gunnar hefur mest skorað 28 stig í einum leik en það var árið 2004 í leik gegn Reims frá Frakklandi í leik á heimavelli sem vannst 93-73 en samtals hefur hann skorað 285 stig í þessum 29 leikjum. Í þessum leikjum hefur Gunnar leikið víða um Evrópu eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Madeira og Ovar í Portúgal, Hyeres, Dijon og Reims í Frakklandi, London í Englandi, Fribourg í Sviss, Århus í Danmörku, Riga í Lettlandi, Lappeenranta í Finnlandi og Novy Jicin eru allt borgir sem Gunnar hefur leikið í auk Reykjanesbæjar. Næstir á eftir Gunnari í leikjafjölda eru Sverrir Þór Sverrisson með 25 leiki, þar af 2 með Snæfelli, Jón N. Hafsteinsson er með 24, Magnús Þór Gunnarsson 23 og Helgi Jónas Guðfinsson 23 fyrir Grindavík, Antwerpen frá Hollandi og Ieper frá Belgíu. Þá er Arnar Freyr Jónsson kominn með 20 leiki. Á [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=2046&Itemid=40[v-]karfan.is[slod-] er einnig að finna viðtal við kappann.
Gunnar með þrítugasta leikinn
23 nóv. 2006Gunnar Einarsson leikur sinn þrítugasta Evrópuleik fyrir sitt félagslið þegar Keflavík tekur á móti sænska liðinu Norrköping í kvöld í Keflavík. Gunnar er fyrsti Íslendingurinn til að leika svo marga Evrópuleiki en á eftir honum koma félagar hans í Keflavíkurliðinu. Gunnar lék sinn fyrsta Evrópuleik 15. september 1999 þegar hann lék með sameiginlegu liði Keflavíkur og Njarðvíkur undir merkjum ÍRB. Andstæðingar þeirra voru enska liðið London Leopards og sigraði ÍRB örugglega 111-75 og skoraði Gunnar 9 stig í leiknum. Gunnar lék 5 af leikjum ÍRB en eftir að Keflvíkingar hófu þátttöku undir eigin merkjum haustið 2003 hefur Gunnar leikið alla leiki liðsins og er því leikurinn í kvöld sá þrítugasti. Gunnar hefur mest skorað 28 stig í einum leik en það var árið 2004 í leik gegn Reims frá Frakklandi í leik á heimavelli sem vannst 93-73 en samtals hefur hann skorað 285 stig í þessum 29 leikjum. Í þessum leikjum hefur Gunnar leikið víða um Evrópu eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Madeira og Ovar í Portúgal, Hyeres, Dijon og Reims í Frakklandi, London í Englandi, Fribourg í Sviss, Århus í Danmörku, Riga í Lettlandi, Lappeenranta í Finnlandi og Novy Jicin eru allt borgir sem Gunnar hefur leikið í auk Reykjanesbæjar. Næstir á eftir Gunnari í leikjafjölda eru Sverrir Þór Sverrisson með 25 leiki, þar af 2 með Snæfelli, Jón N. Hafsteinsson er með 24, Magnús Þór Gunnarsson 23 og Helgi Jónas Guðfinsson 23 fyrir Grindavík, Antwerpen frá Hollandi og Ieper frá Belgíu. Þá er Arnar Freyr Jónsson kominn með 20 leiki. Á [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=2046&Itemid=40[v-]karfan.is[slod-] er einnig að finna viðtal við kappann.