17 nóv. 2006Keflavík tekur á móti BC Dnipro í EuroCup Challenge (ECC) n.k. föstudag. Þessi leikur er ákaflega mikilvægur fyrir framhaldið í keppninni, sérstaklega í ljósi slæms taps í fyrsta leik liðsins í keppninn gegn tékkneska liðinu Mlekarna. Leikurinn hefst klukkan 19:00 í Keflavík. Mótherjinn að þessu sinni er BC Dnipro frá Dnepropetrovsk í Úkraínu. Í fyrstu umferð ECC mættu Dnipro Norrköping frá Svíþjóð og sigruðu þá 66-56 Ef marka má þennan leik þá spila Dnipro gríðarlega sterka vörn sem sést best á því að þeir héldu Norrköping í 34% skotnýtingu, 18% þriggja stiga skotnýtingu og svíunum tóks aðeins að skora 7 stig í 2. leikhluta og 56 stig í leiknum öllum. Árangur Dnipro í Úkraínsku deildinni hefur verið þokkalegur hafa unnið 4 leiki og tapað 4, eru sem stendur í 7. sæti í 13 liða úrvalsdeild Úkraínu. Síðasta leik töpuðu þeir leik frekar illa, 90:68, fyrir Sumykhimprom. Á síðasta tímabili var Sumykhimprom einmitt í riðli með Keflavík í ECC en drógu sig úr keppni á síðustu stundu. Fjölmennum á leikinn og styðjum Íslenskan Körfubolta.