15 nóv. 2006Í kvöld leikur UMFN sinn fyrsta Evrópuleik á Íslandi síðan 1992. Félagið tekur þátt í FIBA Euro Cup Challenge þetta árið og er leikið í fjögurra liða riðli. Leikurinn verður í íþróttahúsi Keflavíkur og hefst klukkan 19:15. Liðið hóf leik í Rússlandi í síðustu viku en sá leikur tapaðist 101-80 gegn feykisterku liði Samara. Brenton Birmingham var stigahæstur í þeim leik með 28 stig. Nú er komið að heimaleikjatörn. Strákarnir taka á móti Cherkasky Mavby frá Úkraínu á morgun og má búast við flottum leik. Cherkasky liðið er sem stendur í öðru sæti í deildinni heima fyrir, hafa sigrað í 7 leikjum en tapað 2. Cherkasky hefur yfir mikilli hæð að ráða. Þeir hafa tvo bandaríkjamenn í sínu liði, Arthur Johnson sem er 206 cm og á leiki að baki í NBA og Charles Gosa sem er 202 cm. Báðir eru þeir reyndir og hafa spilað víða í Evrópu. Meðal annara lykilmanna eru leikstjórnandinn (183 cm) Rolandas Jarutis frá Litháen og landi hans Arnas Kazlauskas sem er 204 cm framherji, Juris Umbrasko frá Lettlandi og svo heimastrákarnir Andrei Lebedev (189 cm), Vlodimir Gurtovoy (207 cm) og Stanislav Balashov (210 cm). Breiddin er talin styrkur liðsins en allt upp í sex leikmenn hafa verið að skora 10 stig eða meira í deildarleikjunum þeirra til þessa. Tölfræði leiks Cherkasky og Tartu Rock í fyrstu umferð má finna [v+]http://www.fibaeurope.com/cid_f43ulKJBGLcVnbH-aqLVu2.pageID_khcZ9zVjI0g7MLWnTrb7z2.compID_3PFNKyhLHWIYKHG2fZORy3.season_2007.roundID_5138.teamID_96688.gameID_5138-C-1-1.html[v-]hér[slod-].
UMFN - Cherkasky í Keflavík í kvöld
15 nóv. 2006Í kvöld leikur UMFN sinn fyrsta Evrópuleik á Íslandi síðan 1992. Félagið tekur þátt í FIBA Euro Cup Challenge þetta árið og er leikið í fjögurra liða riðli. Leikurinn verður í íþróttahúsi Keflavíkur og hefst klukkan 19:15. Liðið hóf leik í Rússlandi í síðustu viku en sá leikur tapaðist 101-80 gegn feykisterku liði Samara. Brenton Birmingham var stigahæstur í þeim leik með 28 stig. Nú er komið að heimaleikjatörn. Strákarnir taka á móti Cherkasky Mavby frá Úkraínu á morgun og má búast við flottum leik. Cherkasky liðið er sem stendur í öðru sæti í deildinni heima fyrir, hafa sigrað í 7 leikjum en tapað 2. Cherkasky hefur yfir mikilli hæð að ráða. Þeir hafa tvo bandaríkjamenn í sínu liði, Arthur Johnson sem er 206 cm og á leiki að baki í NBA og Charles Gosa sem er 202 cm. Báðir eru þeir reyndir og hafa spilað víða í Evrópu. Meðal annara lykilmanna eru leikstjórnandinn (183 cm) Rolandas Jarutis frá Litháen og landi hans Arnas Kazlauskas sem er 204 cm framherji, Juris Umbrasko frá Lettlandi og svo heimastrákarnir Andrei Lebedev (189 cm), Vlodimir Gurtovoy (207 cm) og Stanislav Balashov (210 cm). Breiddin er talin styrkur liðsins en allt upp í sex leikmenn hafa verið að skora 10 stig eða meira í deildarleikjunum þeirra til þessa. Tölfræði leiks Cherkasky og Tartu Rock í fyrstu umferð má finna [v+]http://www.fibaeurope.com/cid_f43ulKJBGLcVnbH-aqLVu2.pageID_khcZ9zVjI0g7MLWnTrb7z2.compID_3PFNKyhLHWIYKHG2fZORy3.season_2007.roundID_5138.teamID_96688.gameID_5138-C-1-1.html[v-]hér[slod-].