12 nóv. 2006George Byrd, miðherjinn stóri og sterki hjá Hamri/Selfoss, stóð sig best í 6. umferð Iceland Express deildar karla samkvæmt þeirri viðamiklu tölfræði sem er tekin saman um leikmenn í leikjum deildarinnar. Byrd fékk 45 í einkunn á leikvarpinu en sú einkunn er reiknuð út á sama hátt og Efficiency jafnan í NBA-deildinni. Þetta var þriðji leikur Byrd með Hamars/Selfoss-liðinu og hann hefur hækkað framlag sitt í hverjum leik. Sjöunda umferðin hefst í dag með einum leik á Ásvöllum en í kvöld eru síðan leikir í Seljaskóla, í Þorlákshöfn og á Sauðárkróki. Fimmti leikurinn fer síðan fram á Iðu á Selfossi á morgun en lokaleiknum var frestað til 21. desember vegna þátttöku Njarðvíkur og Keflavíkur í Evrópukeppninni. Góður leikur George Byrd dugði ekki til sigurs í Grindavík en Hamar/Selfoss tapaði leiknum með fimm stigum, 77-82, þrátt fyrir að Byrd hafi verið með 27 stig og 21 frákast. Byrd hélt ennfremur bandaríska miðherja Grindavíkurliðsins, Steven Thomas, sem hefur tvisvar verið besti leikmaður umferðar, í 11 stigum og 40% skotnýtingu. Byrd nýtti 13 af 18 skotum sínum í leiknum þar af 12 af 15 inn í teig og hann varði að auki tvö skot frá Grindvíkingum sem voru varla búnir að gleyma því þegar Bryd og félagar hans í Skallagrími slógu þá út úr úrslitakeppninni í fyrra. Magni Hafsteinsson úr Snæfelli og Árni Ragnarsson í Fjölni stóðu sig best af íslensku leikmönnunum en báðir fengu 30 í einkunn fyrir frammistöðu sína. Magni var með 30 stig og 10 fráköst í 88-70 sigri Snæfells á Njarðvík í Hólminum og Árni var með 22 stig, 7 stoðsendingar og 3 varin skot í fyrsta leik sínum í byrjunarliðinu í vetur en Árni sem er 19 ára gamall er að koma inn á nýjan leik eftir erfið meiðsli. Þeir voru alveg jafnir í þeim þremur tölfræðiþáttunum sem eru notaðir til að gera upp á milli þegar leikmenn eru jafnir. Lið beggja unnu, Magni skoraði meira en Árni lék í færri mínútur. Kevin Smith hjá Haukum skoraði flest stig í 6. umferðinni (38), George Byrd hjá Hamri/Selfoss tók flest fráköst (21), Tyson Patterson hjá KR gaf flestar stoðsendingar (12), Sævar Ingi Haraldsson hjá Haukum og Pálmi Freyr Sigurgeirsson hjá KR stálu flestum boltum (5) og sex leikmenn náðu að verja þrjú skot en það voru þeir Árni Ragnarsson, Nemanja Sovic og Kareem Johnson úr Fjölni, Fannar Freyr Helgason úr ÍR, Steven Thomas úr Grindavík og Darrell Flake hjá Skallagrími. Lamar Karim hjá Tindastól skoraði flestar þriggja stiga körfur eða alls 7. Þegar litið er á framlag leikmanna útfrá leiktíma þá var það Kareem Johnson hjá Fjölni sem var efstur á blaði í sínum fyrsta leik með liðinu. Hann skilaði alls 29 framlagsstigum á 22 mínútum sem gerir 52,7 framlagsstig á hverjar 40 spilaðar mínútur. Sjöunda umferð Iceland Express deild karla hefst í dag með leik Hauka og Skallagríms á Ásvöllum en sá leikur hefst klukkan 16.00. Klukkan 19.15 í kvöld leika síðan ÍR og KR í Seljaskóla, Þór og Fjölnir spila í Þorlákshöfn og Tindastóll tekur á móti Grindavík á Sauðárkróki. Hamar/Selfoss fær Snæfell í heimasókn á Iðu á Selfossi á morgun en lokaleikur umferðarinnar fer ekki fram fyrr en 21. desember. Njarðvík tekur þá móti Keflavík í Ljónagryfjunni í Njarðvík en leiknum var frestað vegna þátttöku liðanna beggja í Evrópukeppninni. Hæsta framlag í 6. umferð Iceland Express deildar karla: 1. George Byrd Hamar/Selfoss 45 2. Kevin Smith Haukar 43 3. Jeremiah Sola KR 38 4. Adam Darboe Grindavík 33 4. Tim Ellis Keflavík 33 4. Damon Bailey Þór Þ. 33 7. Magni Hafsteinsson Snæfell 30 7. Árni Ragnarsson Fjölnir 30 9. Kareem Johnson Fjölnir 29 10. Sævar Ingi Haraldsson Haukar 28 11. Darrell Flake Skallagrímur 27 12. Níels Páll Dungal Fjölnir 25 12. Tyson Patterson KR 25 14. Steven Thomas Grindavík 24 15. Lamar Karim Tindastóll 22 16. Þorleifur Ólafsson Grindavík 21 16. Pálmi Freyr Sigurgeirsso KR 21 18. Robert Hodgson Þór Þ. 20 18. Hjalti Þór Vilhjálmsson Fjölnir 20 20. Fannar Freyr Helgason ÍR 19 20. Jovan Zdravevski Skallagrímur 19 Hæsta framlag á hverjar 40 mínútur í 6. umferð Iceland Express deildar karla: (Lágmark er að hafa spilað 15 mínútur í leiknum) 1. Kareem Johnson Fjölnir 52,7 2. George Byrd Hamar/Selfoss 51,4 3. Tim Ellis Keflavík 45,5 4. Kevin Smith Haukar 44,1 5. Jeremiah Sola KR 42,2 6. Darrell Flake Skallagrímur 40 7. Pétur Már Sigurðsson Skallagrímur 35,8 8. Jón Ólafur Jónsson Snæfell 35,6 9. Árni Ragnarsson Fjölnir 35,3 10. Adam Darboe Grindavík 34,7 Flest stig í 6. umferð Iceland Express deildar karla: 1. Kevin Smith Haukar 38 2. Jeremiah Sola KR 36 3. Tim Ellis Keflavík 31 4. Magni Hafsteinsson Snæfell 30 5. Damon Bailey Þór Þ. 29 6. Lamar Karim Tindastóll 28 7. Adam Darboe Grindavík 27 7. George Byrd Hamar/Selfoss 27 9. Kareem Johnson Fjölnir 23 10. Jovan Zdravevski Skallagrímur 23 Flest fráköst í 6. umferð Iceland Express deildar karla: 1. George Byrd Hamar/Selfoss 21 2. Kevin Smith Haukar 19 3. Steven Thomas Grindavík 14 4. Darrell Flake Skallagrímur 11 4. Hlynur Bæringsson Snæfell 11 4. Friðrik Stefánsson Njarðvík 11 4. Tim Ellis Keflavík 11 4. Tyson Patterson KR 11 4. Kareem Johnson Fjölnir 11 Flestar stoðsendingar í 6. umferð Iceland Express deildar karla: 1. Tyson Patterson KR 12 2. Sverrir Þór Sverrisson Keflavík 10 3. Justin Shouse Snæfell 9 3. Bol Johnston Þór Þ. 9 5. Sævar Ingi Haraldsson Haukar 8
George Byrd hjá Hamri/Selfoss bestur í 6. umferðinni
12 nóv. 2006George Byrd, miðherjinn stóri og sterki hjá Hamri/Selfoss, stóð sig best í 6. umferð Iceland Express deildar karla samkvæmt þeirri viðamiklu tölfræði sem er tekin saman um leikmenn í leikjum deildarinnar. Byrd fékk 45 í einkunn á leikvarpinu en sú einkunn er reiknuð út á sama hátt og Efficiency jafnan í NBA-deildinni. Þetta var þriðji leikur Byrd með Hamars/Selfoss-liðinu og hann hefur hækkað framlag sitt í hverjum leik. Sjöunda umferðin hefst í dag með einum leik á Ásvöllum en í kvöld eru síðan leikir í Seljaskóla, í Þorlákshöfn og á Sauðárkróki. Fimmti leikurinn fer síðan fram á Iðu á Selfossi á morgun en lokaleiknum var frestað til 21. desember vegna þátttöku Njarðvíkur og Keflavíkur í Evrópukeppninni. Góður leikur George Byrd dugði ekki til sigurs í Grindavík en Hamar/Selfoss tapaði leiknum með fimm stigum, 77-82, þrátt fyrir að Byrd hafi verið með 27 stig og 21 frákast. Byrd hélt ennfremur bandaríska miðherja Grindavíkurliðsins, Steven Thomas, sem hefur tvisvar verið besti leikmaður umferðar, í 11 stigum og 40% skotnýtingu. Byrd nýtti 13 af 18 skotum sínum í leiknum þar af 12 af 15 inn í teig og hann varði að auki tvö skot frá Grindvíkingum sem voru varla búnir að gleyma því þegar Bryd og félagar hans í Skallagrími slógu þá út úr úrslitakeppninni í fyrra. Magni Hafsteinsson úr Snæfelli og Árni Ragnarsson í Fjölni stóðu sig best af íslensku leikmönnunum en báðir fengu 30 í einkunn fyrir frammistöðu sína. Magni var með 30 stig og 10 fráköst í 88-70 sigri Snæfells á Njarðvík í Hólminum og Árni var með 22 stig, 7 stoðsendingar og 3 varin skot í fyrsta leik sínum í byrjunarliðinu í vetur en Árni sem er 19 ára gamall er að koma inn á nýjan leik eftir erfið meiðsli. Þeir voru alveg jafnir í þeim þremur tölfræðiþáttunum sem eru notaðir til að gera upp á milli þegar leikmenn eru jafnir. Lið beggja unnu, Magni skoraði meira en Árni lék í færri mínútur. Kevin Smith hjá Haukum skoraði flest stig í 6. umferðinni (38), George Byrd hjá Hamri/Selfoss tók flest fráköst (21), Tyson Patterson hjá KR gaf flestar stoðsendingar (12), Sævar Ingi Haraldsson hjá Haukum og Pálmi Freyr Sigurgeirsson hjá KR stálu flestum boltum (5) og sex leikmenn náðu að verja þrjú skot en það voru þeir Árni Ragnarsson, Nemanja Sovic og Kareem Johnson úr Fjölni, Fannar Freyr Helgason úr ÍR, Steven Thomas úr Grindavík og Darrell Flake hjá Skallagrími. Lamar Karim hjá Tindastól skoraði flestar þriggja stiga körfur eða alls 7. Þegar litið er á framlag leikmanna útfrá leiktíma þá var það Kareem Johnson hjá Fjölni sem var efstur á blaði í sínum fyrsta leik með liðinu. Hann skilaði alls 29 framlagsstigum á 22 mínútum sem gerir 52,7 framlagsstig á hverjar 40 spilaðar mínútur. Sjöunda umferð Iceland Express deild karla hefst í dag með leik Hauka og Skallagríms á Ásvöllum en sá leikur hefst klukkan 16.00. Klukkan 19.15 í kvöld leika síðan ÍR og KR í Seljaskóla, Þór og Fjölnir spila í Þorlákshöfn og Tindastóll tekur á móti Grindavík á Sauðárkróki. Hamar/Selfoss fær Snæfell í heimasókn á Iðu á Selfossi á morgun en lokaleikur umferðarinnar fer ekki fram fyrr en 21. desember. Njarðvík tekur þá móti Keflavík í Ljónagryfjunni í Njarðvík en leiknum var frestað vegna þátttöku liðanna beggja í Evrópukeppninni. Hæsta framlag í 6. umferð Iceland Express deildar karla: 1. George Byrd Hamar/Selfoss 45 2. Kevin Smith Haukar 43 3. Jeremiah Sola KR 38 4. Adam Darboe Grindavík 33 4. Tim Ellis Keflavík 33 4. Damon Bailey Þór Þ. 33 7. Magni Hafsteinsson Snæfell 30 7. Árni Ragnarsson Fjölnir 30 9. Kareem Johnson Fjölnir 29 10. Sævar Ingi Haraldsson Haukar 28 11. Darrell Flake Skallagrímur 27 12. Níels Páll Dungal Fjölnir 25 12. Tyson Patterson KR 25 14. Steven Thomas Grindavík 24 15. Lamar Karim Tindastóll 22 16. Þorleifur Ólafsson Grindavík 21 16. Pálmi Freyr Sigurgeirsso KR 21 18. Robert Hodgson Þór Þ. 20 18. Hjalti Þór Vilhjálmsson Fjölnir 20 20. Fannar Freyr Helgason ÍR 19 20. Jovan Zdravevski Skallagrímur 19 Hæsta framlag á hverjar 40 mínútur í 6. umferð Iceland Express deildar karla: (Lágmark er að hafa spilað 15 mínútur í leiknum) 1. Kareem Johnson Fjölnir 52,7 2. George Byrd Hamar/Selfoss 51,4 3. Tim Ellis Keflavík 45,5 4. Kevin Smith Haukar 44,1 5. Jeremiah Sola KR 42,2 6. Darrell Flake Skallagrímur 40 7. Pétur Már Sigurðsson Skallagrímur 35,8 8. Jón Ólafur Jónsson Snæfell 35,6 9. Árni Ragnarsson Fjölnir 35,3 10. Adam Darboe Grindavík 34,7 Flest stig í 6. umferð Iceland Express deildar karla: 1. Kevin Smith Haukar 38 2. Jeremiah Sola KR 36 3. Tim Ellis Keflavík 31 4. Magni Hafsteinsson Snæfell 30 5. Damon Bailey Þór Þ. 29 6. Lamar Karim Tindastóll 28 7. Adam Darboe Grindavík 27 7. George Byrd Hamar/Selfoss 27 9. Kareem Johnson Fjölnir 23 10. Jovan Zdravevski Skallagrímur 23 Flest fráköst í 6. umferð Iceland Express deildar karla: 1. George Byrd Hamar/Selfoss 21 2. Kevin Smith Haukar 19 3. Steven Thomas Grindavík 14 4. Darrell Flake Skallagrímur 11 4. Hlynur Bæringsson Snæfell 11 4. Friðrik Stefánsson Njarðvík 11 4. Tim Ellis Keflavík 11 4. Tyson Patterson KR 11 4. Kareem Johnson Fjölnir 11 Flestar stoðsendingar í 6. umferð Iceland Express deildar karla: 1. Tyson Patterson KR 12 2. Sverrir Þór Sverrisson Keflavík 10 3. Justin Shouse Snæfell 9 3. Bol Johnston Þór Þ. 9 5. Sævar Ingi Haraldsson Haukar 8