9 nóv. 2006Fyrsti evrópuleikur Haukastelpnanna á fimmtudaginn Kvennalið Hauka hefur keppni í Evrópukeppninni, EuroCup, á fimmtudaginn þegar spænska liðið Caja Canarias kemur í heimsókn á Ásvelli. Leikurinn hefst klukkan 19.15. Caja Canarias kemur frá Las Palmas á Kanaríeyjum en liðin mættust einnig í Evrópukeppninni í fyrra og spiluðu einmitt fyrsta evrópuleik íslensks kvennaliðs 20. október 2005. Haukaliðið tók þátt í Evrópukeppninni síðasta vetur og tapaði þá öllum sex leikjum sínum en það sást greinilega á síðasta leiknum sem tapaðist með 22 stigum á móti ítalska liðinu Ribera á Sikiley hversu mikið Haukaliðið hafði vaxið og þroskast á þátttöku sinni. Nú verður gaman að sjá hvernig hið unga lið Hauka stendst samanburðinn við stórlið frá Evrópu. Hægt er að lesa meira um leikinn [v+]http://www.haukar-karfa.is/default.asp[v-]hér[slod-].