7 nóv. 2006Lið FSU, sem að leikur í 1. deild karla, hefur ákveðið að styrkja Krabbameinsfélagið á Suðurlandi í vetur til verkefnis sem er tengt sjúkrahúsi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi og gengur út á að innrétta þar líknardeild með tækjabúnaði. Ágóði af heimaleikjum FSU mun renna í þennan sjóð og hafa þeir í hyggju að fá fyrirtæki til þess að leggja þeim lið við þessa söfnun. Actavis, aðalstyrktaraðili FSU, mun styrkja þá í fyrsta leik þeirra sem að verður í kvöld klukkan 19:15 gegn Breiðablik í Iðu á Selfossi. Strákarnir hafa sett markið hátt og vonandi munu margir mæta á leiki þeirra og styrkja þetta góða verkefni.