5 nóv. 2006Tveir leikmenn voru efstir og jafnir í framlagi í 5. umferð Iceland Express deildar karla en þeir Thomas Soltau hjá Keflavík og Keith Vassell hjá Fjölni stóðu sig best samkvæmt þeirri viðamiklu tölfræði sem er tekin saman um leikmenn. Báðir fengu þeir fékk 34 í einkunn á leikvarpinu en sú einkunn er reiknuð út á sama hátt og Efficiency jafnan í NBA-deildinni. Thomas Soltau fær þó útnefninguna besti leikmaður umferðarinnar en hann hafði betur gegn Vassell í öllum þremur tölfræðiþáttunum sem eru notaðir til að gera upp á milli þegar leikmenn eru jafnir. Sjötta umferðin hefst í kvöld með tveimur leikjum í Keflavík og Stykkishólmi en þeir voru færðir fram vegna þátttöku Keflavíkur og Njarðvíkur í evrópukeppninni. Leikirnir hefjast báðir klukkan 19.15. Thomas Soltau átti mjög góðan leik með Keflavík þegar liðið vann 107-68 sigur á Þór í Þorlákshöfn og var með 24 stig, 11 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 stolna bolta í leiknum en Daninn stóri nýtti 11 af 16 skotum sínum og bæði vítin sín. Keith Vassell lék mjög vel með Fjölni sem varð að sætta sig við 80-94 tap fyrir Skallagrími á heimavelli. Vassell var með 16 stig, 16 fráköst, 3 stoðsendingar, 2 stolna og 2 varin skot í leiknum auk þess að nýta 7 af 10 skotum sínum. Þegar leikmenn eru jafnir telst sá efstur sem hefur betur í þremur ákveðnum tölfræðiþáttum. Þessir þættir eru úrslit leiksins, (Lið Soltau vann, lið Vassell tapaði), fjöldi skoraða stiga (Soltau 24, Vassell 16) og hvor spilaði færri mínútur (Soltau 27, Vassell 35). Soltau vinnur "tölfræði-umspilið" 3-0 og er því besti leikmaður fimmtu umferðarinnar. Tim Ellis hjá Keflavík og Damon Bailey skoruðu flest stig í 5. umferðinni (28), Darrell Flake hjá Skallagrími tók flest fráköst (21), Dimitar Karadzovski hjá Skallagrími gaf flestar stoðsendingar (8), Justin Shouse hjá Snæfelli stal flestum boltum (6) og þeir Patrick Oliver úr Fjölni og Friðrik Stefánsson hjá Njarðvík vörðu flest skot (4). Dimitar Karadzovski hjá Skallagrími skoraði flestar þriggja stiga körfur eða alls 6. Þegar litið er á framlag leikmanna útfrá leiktíma þá var það Thomas Soltau hjá Keflavík sem var efstur á blaði þar en hann skilaði alls 34 framlagsstigum á 27 mínútum sem gerir 50,4 framlagsstig á hverjar 40 spilaðar mínútur. Sjötta umferð Iceland Express deild karla hefst í kvöld með tveimur leikjum en þeir voru báðir færðir fram vegna þátttöku Keflavíkur og Njarðvíkur í evrópukeppninni. Keflavík tekur á móti ÍR á Sunnubrautinni í Keflavík og Njarðvík fer í heimsókn til Snæfells í Stykkishólmi. Igor Beljanski mun þar leika sinn fyrsta leik með Njarðvíkurliðinu og hann er einmitt gegn hans gömlu félögum í Snæfelli. Leikirnir hefjast báðir klukkan 19.15. Hæsta framlag í 5. umferð Iceland Express deildar karla: 1. Thomas Soltau Keflavík 34 1. Keith C Vassell Fjölnir 34 3. Darrell Flake Skallagrímur 31 4. Fannar Ólafsson KR 30 4. Hlynur E Bæringsson Snæfell 30 6. Tyson Patterson KR 29 6. Tim Ellis Keflavík 29 8. Dimitar Karadzovski Skallagrímur 28 9. Damon Bailey Þór Þ. 27 10. Jón Norðdal Hafsteinsson Keflavík 25 10. Brenton J Birmingham Njarðvík 25 12. Jovan Zdravevski Skallagrímur 23 12. George Byrd Hamar/Selfoss 23 12. Patrick Oliver Fjölnir 23 15. Svavar Páll Pálsson Hamar/Selfoss 22 16. Páll Kristinsson Grindavík 20 17. Egill Jónasson Njarðvík 18 17. Friðrik H Hreinsson Hamar/Selfoss 18 19. Jeremiah Sola KR 17 20. Bojan Bojovic Hamar/Selfoss 16 20. Magni Hafsteinsson Snæfell 16 Hæsta framlag á hverjar 40 mínútur í 5. umferð Iceland Express deildar karla: (Lágmark er að hafa spilað 15 mínútur í leiknum) 1. Thomas Soltau Keflavík 50,4 2. Fannar Ólafsson KR 50,0 3. Jeremiah Sola KR 42,5 4. Tim Ellis Keflavík 41,4 5. Jón Norðdal Hafsteinsson Keflavík 40,0 6. Tyson Patterson KR 40,0 7. Keith C Vassell Fjölnir 38,9 8. Sveinn Ó Sveinsson Haukar 34,7 9. Egill Jónasson Njarðvík 34,3 10. Darrell Flake Skallagrímur 32,6 Flest stig í 5. umferð Iceland Express deildar karla: 1. Tim Ellis Keflavík 28 1. Damon Bailey Þór Þ. 28 3. Hlynur E Bæringsson Snæfell 24 3. Thomas Soltau Keflavík 24 3. Dimitar Karadzovski Skallagrímur 24 6. Jovan Zdravevski Skallagrímur 23 6. Jón Norðdal Hafsteinsson Keflavík 23 8. Þorleifur Ólafsson Grindavík 22 9. Friðrik H Hreinsson Hamar/Selfoss 21 9. Tyson Patterson KR 21 9. Patrick Oliver Fjölnir 21 Flest fráköst í 5. umferð Iceland Express deildar karla: 1. Darrell Flake Skallagrímur 21 2. Keith C Vassell Fjölnir 16 3. Steven Thomas Grindavík 12 4. Thomas Soltau Keflavík 11 5. Fannar Ólafsson KR 10 5. Kevin Smith Haukar 10 5. Bojan Bojovic Hamar/Selfoss 10 5. George Byrd Hamar/Selfoss 10 Flestar stoðsendingar í 5. umferð Iceland Express deildar karla: 1. Dimitar Karadzovski Skallagrímur 8 2. Sverrir Þór Sverrisson Keflavík 7 2. Jeb Ivey Njarðvík 7 2. Tyson Patterson KR 7 5. Jovan Zdravevski Skallagrímur 6 5. Robert Hodgson Þór Þ. 6 5. Arnar Freyr Jónsson Keflavík 6 Tíu bestu einkunnir tímabilsins til þessa: 1. Steven Thomas (Grindavík-ÍR 30.10.2006) 47 2. Steven Thomas (Grindavík-Haukar, 22.10.2006) 43 3. Tyson Patterson (KR-Fjölnir, 29.10.2006) 39 3. Damon Bailey (Þór Þ.-Tindastóll, 24.10.2006) 39 5. Nemanja Sovic (Fjölnir-Keflavík, 27.10.2006) 38 6. Jermaine Williams (Keflavík-KR, 23.10.2006) 36 6. Darrell Flake (Skallagrímur-KR, 26.10.2006) 36 8. Lamar Karim (Tindastóll-ÍR, 27.10.2006) 34 8. Thomas Soltau (Keflavík-Þór Þ., 2.11.2006) 34 8. Keith C Vassell (Fjölnir-Skallagrímur, 3.11.2006) 34