27 okt. 2006Þriðju umferð Iceland Express deildar karla í körfuknattleik lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Fjölnismenn fá Keflvíkinga í heimsókn til sín í Grafarvoginn og Tindastóll heimsækir ÍR í Seljaskóla. Deildin hefur farið mjög vel af stað og nú þegar hafa farið fram ótrúlega margir spennandi leikir. Keflvíkingar munu tefla fram nýjum leikmanni í kvöld í Grafarvoginum, en Tim Ellis, sem fenginn var til liðsins til þess að leika með Keflvíkingum í Evrópukeppninni hefur verið settur inn í hópinn í staðinn fyrir Jermaine Williams. Það má lesa nánar um þetta [v+]http://www.keflavik.is/Karfan/Frettir/default.aspx?path=/resources/Controls/8.ascx&C=ConnectionString&Q=FrettirTop5&Groups=1&ID=3468&Prefix=2109[v-] hérna[slod-] ÍR-ingar eru einnig nýlega búnir að fá til sín Bandarískan leikmann , LaMar Owen að nafni, en hann hefur leikið með þeim einn leik á tímabilinu. Þar stóð hann sig vel og skoraði 20 stig á aðeins 21 mínútu. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig þessir leikmenn falla inn í lið sín í leikjunum í kvöld. Leikirnir hefjast báðir klukkan 19:15 og hvetjum við alla til þess að mæta á leikina og fylgjast með.