25 okt. 2006Tamara Bowie, bandaríski framherjinn hjá Grindavík, stóð sig best í 1. umferð Iceland Express deildar kvenna þegar tölfræði leikmanna er skoðuð. Bowie fékk 42 í einkunn á leikvarpinu en sú einkunn er reiknuð út á sama hátt og Efficiency jafnan í WNBA-deildinni. Atari Parker hjá nýliðum Hamars/Selfoss var önnur og í þriðja sæti og efst íslensku stelpnanna var María Ben Erlingsdóttir hjá Keflavík. Önnur umferðin fer fram í kvöld í Grindavík, Smáranum í Kópavogi og í Hveragerði. Tamara Bowie hjálpaði Grindavík að vinna 86-74 sigur á nýliðum Hamars/Selfoss en hún var með 35 stig, 20 fráköst, 4 stoðsendingar, 4 varin skot og 3 stolna bolta í leiknum. Bowie var róleg framan af leik í seinni hálfleik var hún með 25 stig og 13 fráköst. Alls nýtti Bowie 15 af 37 skotum sínum í leiknum en það dróg hana talsvert niður að 9 af 10 þriggja stiga tilraunum hennar misfórust. Atari Parker hjá Hamri/Selfoss tók flest fráköst (21) og varði flest skot (8) í 1. umferðinni, Helena Sverrisdóttir hjá Haukum gaf flestar stoðsendingar (11), Svava Ósk Stefánsdóttir hjá Keflavík stal flestum boltum (8) og Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir hjá Hamri/Selfoss skoraði flestar þriggja stiga körfur eða alls 6. Þegar litið er á framlag leikmanna útfrá leiktíma þá var nýi bandaríski bakvörður Keflavíkur, Takesha Watson, efst á blaði en hún skilaði alls 31 framlagsstigi á 21 mínútu sem gerir 59 framlagssstig á hverjar 40 spilaðar mínútur. Watson var með 28 stig, 7 stoðsendingar og 4 stolna bolta á þessarri fyrstu 21 mínútu sinni í íslensku deildinni. Önnur umferð Iceland Express deildar kvenna fer fram í kvöld og hefjast allir þrír leikirnir klukkan 19.15. Grindavík tekur á móti Keflavík í Grindavík, Breiðablik fær Hauka í heimsókn í Smárann og í Hvergerði spilar Hamar/Selfoss sinn fyrsta heimaleik í efstu deild þegar Stúdínur sækja þær heim. Hæsta framlag í 1. umferð Iceland Express deildar kvenna: 1. Tamara Bowie Grindavík 42 2. Atari Parker Hamar/Selfoss 38 3. María Ben Erlingsdóttir Keflavík 36 4. Ifeoma Okonkwo Haukar 33 5. Helena Sverrisdóttir Haukar 31 5. Takesha Watson Keflavík 31 7. Svava Ósk Stefánsdóttir Keflavík 28 8. Helga Jónasdóttir ÍS 26 8. Tiara Harris Breiðablik 26 10. Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík 24 10. Kristrún Sigurjónsdóttir Haukar 24 12. Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir Hamar/Selfoss 21 13. Birna I Valgarðsdóttir Keflavík 20 14. Lilja Ósk Sigmarsdóttir Grindavík 18 15. Pálína M Gunnlaugsdóttir Haukar 14 16. Unnur Tara Jónsdóttir Haukar 12 16. Telma Björk Fjalarsdótti Breiðablik 12 16. Margrét Kara Sturludóttir Keflavík 12 19. Petrúnella Skúladóttir Grindavík 11 19. Sóley G Guðgeirsdóttir Hamar/Selfoss 11 Hæsta framlag á hverjar 40 mínútur í 1. umferð Iceland Express deildar kvenna: (Lágmark er að hafa spilað 15 mínútur í leiknum) 1. Takesha Watson Keflavík 59,0 2. María Ben Erlingsdóttir Keflavík 55,4 3. Ifeoma Okonkwo Haukar 55,0 4. Svava Ósk Stefánsdóttir Keflavík 50,9 5. Helena Sverrisdóttir Haukar 47,7 6. Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík 45,7 7. Tamara Bowie Grindavík 45,4 8. Birna I Valgarðsdóttir Keflavík 44,4 9. Kristrún Sigurjónsdóttir Haukar 41,7 10. Atari Parker Hamar/Selfoss 41,0 Flest stig í 1. umferð Iceland Express deildar kvenna: 1. Tamara Bowie Grindavík 35 2. Takesha Watson Keflavík 28 3. María Ben Erlingsdóttir Keflavík 25 3. Atari Parker Hamar/Selfoss 25 5. Dúfa Dröfn Ásbjörnsdótti Hamar/Selfoss 24 6. Tiara Harris Breiðablik 23 6. Ifeoma Okonkwo Haukar 23 8. Kristrún Sigurjónsdóttir Haukar 21 8. Helena Sverrisdóttir Haukar 21 10. Helga Jónasdóttir ÍS 19 Flest fráköst í 1. umferð Iceland Express deildar kvenna: 1. Atari Parker Hamar/Selfoss 21 2. Tamara Bowie Grindavík 20 3. Lilja Ósk Sigmarsdóttir Grindavík 16 4. Helga Jónasdóttir ÍS 13 5. Ifeoma Okonkwo Haukar 11 5. Svava Ósk Stefánsdóttir Keflavík 11 Flestar stoðsendingar í 1. umferð Iceland Express deildar kvenna: 1. Helena Sverrisdóttir Haukar 11 2. Atari Parker Hamar/Selfoss 8 3. Tinna Björk Sigmundsdóttir ÍS 7 3. Takesha Watson Keflavík 7 3. Svava Ósk Stefánsdóttir Keflavík 7
Tamara Bowie best í 1. umferð Iceland Express deildar kvenna
25 okt. 2006Tamara Bowie, bandaríski framherjinn hjá Grindavík, stóð sig best í 1. umferð Iceland Express deildar kvenna þegar tölfræði leikmanna er skoðuð. Bowie fékk 42 í einkunn á leikvarpinu en sú einkunn er reiknuð út á sama hátt og Efficiency jafnan í WNBA-deildinni. Atari Parker hjá nýliðum Hamars/Selfoss var önnur og í þriðja sæti og efst íslensku stelpnanna var María Ben Erlingsdóttir hjá Keflavík. Önnur umferðin fer fram í kvöld í Grindavík, Smáranum í Kópavogi og í Hveragerði. Tamara Bowie hjálpaði Grindavík að vinna 86-74 sigur á nýliðum Hamars/Selfoss en hún var með 35 stig, 20 fráköst, 4 stoðsendingar, 4 varin skot og 3 stolna bolta í leiknum. Bowie var róleg framan af leik í seinni hálfleik var hún með 25 stig og 13 fráköst. Alls nýtti Bowie 15 af 37 skotum sínum í leiknum en það dróg hana talsvert niður að 9 af 10 þriggja stiga tilraunum hennar misfórust. Atari Parker hjá Hamri/Selfoss tók flest fráköst (21) og varði flest skot (8) í 1. umferðinni, Helena Sverrisdóttir hjá Haukum gaf flestar stoðsendingar (11), Svava Ósk Stefánsdóttir hjá Keflavík stal flestum boltum (8) og Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir hjá Hamri/Selfoss skoraði flestar þriggja stiga körfur eða alls 6. Þegar litið er á framlag leikmanna útfrá leiktíma þá var nýi bandaríski bakvörður Keflavíkur, Takesha Watson, efst á blaði en hún skilaði alls 31 framlagsstigi á 21 mínútu sem gerir 59 framlagssstig á hverjar 40 spilaðar mínútur. Watson var með 28 stig, 7 stoðsendingar og 4 stolna bolta á þessarri fyrstu 21 mínútu sinni í íslensku deildinni. Önnur umferð Iceland Express deildar kvenna fer fram í kvöld og hefjast allir þrír leikirnir klukkan 19.15. Grindavík tekur á móti Keflavík í Grindavík, Breiðablik fær Hauka í heimsókn í Smárann og í Hvergerði spilar Hamar/Selfoss sinn fyrsta heimaleik í efstu deild þegar Stúdínur sækja þær heim. Hæsta framlag í 1. umferð Iceland Express deildar kvenna: 1. Tamara Bowie Grindavík 42 2. Atari Parker Hamar/Selfoss 38 3. María Ben Erlingsdóttir Keflavík 36 4. Ifeoma Okonkwo Haukar 33 5. Helena Sverrisdóttir Haukar 31 5. Takesha Watson Keflavík 31 7. Svava Ósk Stefánsdóttir Keflavík 28 8. Helga Jónasdóttir ÍS 26 8. Tiara Harris Breiðablik 26 10. Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík 24 10. Kristrún Sigurjónsdóttir Haukar 24 12. Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir Hamar/Selfoss 21 13. Birna I Valgarðsdóttir Keflavík 20 14. Lilja Ósk Sigmarsdóttir Grindavík 18 15. Pálína M Gunnlaugsdóttir Haukar 14 16. Unnur Tara Jónsdóttir Haukar 12 16. Telma Björk Fjalarsdótti Breiðablik 12 16. Margrét Kara Sturludóttir Keflavík 12 19. Petrúnella Skúladóttir Grindavík 11 19. Sóley G Guðgeirsdóttir Hamar/Selfoss 11 Hæsta framlag á hverjar 40 mínútur í 1. umferð Iceland Express deildar kvenna: (Lágmark er að hafa spilað 15 mínútur í leiknum) 1. Takesha Watson Keflavík 59,0 2. María Ben Erlingsdóttir Keflavík 55,4 3. Ifeoma Okonkwo Haukar 55,0 4. Svava Ósk Stefánsdóttir Keflavík 50,9 5. Helena Sverrisdóttir Haukar 47,7 6. Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík 45,7 7. Tamara Bowie Grindavík 45,4 8. Birna I Valgarðsdóttir Keflavík 44,4 9. Kristrún Sigurjónsdóttir Haukar 41,7 10. Atari Parker Hamar/Selfoss 41,0 Flest stig í 1. umferð Iceland Express deildar kvenna: 1. Tamara Bowie Grindavík 35 2. Takesha Watson Keflavík 28 3. María Ben Erlingsdóttir Keflavík 25 3. Atari Parker Hamar/Selfoss 25 5. Dúfa Dröfn Ásbjörnsdótti Hamar/Selfoss 24 6. Tiara Harris Breiðablik 23 6. Ifeoma Okonkwo Haukar 23 8. Kristrún Sigurjónsdóttir Haukar 21 8. Helena Sverrisdóttir Haukar 21 10. Helga Jónasdóttir ÍS 19 Flest fráköst í 1. umferð Iceland Express deildar kvenna: 1. Atari Parker Hamar/Selfoss 21 2. Tamara Bowie Grindavík 20 3. Lilja Ósk Sigmarsdóttir Grindavík 16 4. Helga Jónasdóttir ÍS 13 5. Ifeoma Okonkwo Haukar 11 5. Svava Ósk Stefánsdóttir Keflavík 11 Flestar stoðsendingar í 1. umferð Iceland Express deildar kvenna: 1. Helena Sverrisdóttir Haukar 11 2. Atari Parker Hamar/Selfoss 8 3. Tinna Björk Sigmundsdóttir ÍS 7 3. Takesha Watson Keflavík 7 3. Svava Ósk Stefánsdóttir Keflavík 7