20 okt. 2006Körfuboltavefurinn Karfan.is hefur fjallað vel um körfuboltann að undanförnu og þar á meðal hafa liðsmenn síðunnar spáð fyrir um gengi liðanna í Iceland Express deild kvenna. Karfan.is hefur síðustu daga birt umfjöllum um hvert lið í þeirri röð sem síðan spáir þeim. Deildin hefst á morgun með þríhöfða í Grindavík en opnunarleikurinn er jafnframt fyrstu leikur Hamars/Selfoss í efstu deild kvenna frá upphafi. Liðsmenn Karfan.is spá því að Haukakonur vinni deildarmeistaratitilinn annað árið í röð og eru sammála spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna að öllu leiti nema því að þeir álíta að Grindavík og Keflavík verði jöfn í 2. til 3. sætinu. Nýliðar Hamars/Selfoss falla í 2. deild samkvæmt spá þeirra alveg eins og í þeirri sem var birt á kynningarfundi deildarinnar. Þetta framtak þeirra á Karfan.is er til mikillar fyrirmyndar en með hverju félagi fylgir skemmtileg umfjöllum um liðið, hverjir skipa leikmannahópinn og þar er einnig yfirlit yfir helstu breytingarnar frá því á síðasta tímabili. Hér fyrir neðan má finna tengla á allar greinarnir á Karfan.is um liðin sex sem skipa efstu deild kvenna í vetur. Spáin hjá Karfan.is í Iceland Express deild kvenna 2006-07: 1. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1763&Itemid=40[v-]Haukar[slod-] 2. til 3. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1762&Itemid=40[v-]Keflavík[slod-] 2. til 3. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1761&Itemid=40[v-]Grindavík[slod-] 4. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1760&Itemid=40[v-]ÍS[slod-] 5. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1758&Itemid=40[v-]Breiðablik[slod-] 6. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1751&Itemid=40[v-]Hamar/Selfoss[slod-] Iceland Express deild kvenna hefst á á morgun og sú nýbreytni er nú á fyrstu umferðinni að hún er öll spiluð á sama degi á sama stað. Þetta er gert í tilefni af Ári kvennakörfunnar í Evrópu en því er fagnað með allskyns viðburðum út um alla Evrópu í allan vetur. Leikirnir þrír eru spilaðir hver á fætur öðrum. Gestgjafar Grindavíkur vígja fyrst Hamarsstúlkur inn í efstu deild í opnunarleiknum sem hefst klukkan 13.00. Klukkan 15.00 spila síðan Haukar og ÍS sem hafa mætast þar þriðju helgina í röð en liðin mættust einnig í undanúrslitum Powerade-bikarsins og í meistarakeppninni. Lokaleikur dagsins er síðan á milli Keflavíkur og Breiðabliks en hann hefst klukkan 17.00.
Karfan.is spáir í spilin í Iceland Express deild kvenna
20 okt. 2006Körfuboltavefurinn Karfan.is hefur fjallað vel um körfuboltann að undanförnu og þar á meðal hafa liðsmenn síðunnar spáð fyrir um gengi liðanna í Iceland Express deild kvenna. Karfan.is hefur síðustu daga birt umfjöllum um hvert lið í þeirri röð sem síðan spáir þeim. Deildin hefst á morgun með þríhöfða í Grindavík en opnunarleikurinn er jafnframt fyrstu leikur Hamars/Selfoss í efstu deild kvenna frá upphafi. Liðsmenn Karfan.is spá því að Haukakonur vinni deildarmeistaratitilinn annað árið í röð og eru sammála spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna að öllu leiti nema því að þeir álíta að Grindavík og Keflavík verði jöfn í 2. til 3. sætinu. Nýliðar Hamars/Selfoss falla í 2. deild samkvæmt spá þeirra alveg eins og í þeirri sem var birt á kynningarfundi deildarinnar. Þetta framtak þeirra á Karfan.is er til mikillar fyrirmyndar en með hverju félagi fylgir skemmtileg umfjöllum um liðið, hverjir skipa leikmannahópinn og þar er einnig yfirlit yfir helstu breytingarnar frá því á síðasta tímabili. Hér fyrir neðan má finna tengla á allar greinarnir á Karfan.is um liðin sex sem skipa efstu deild kvenna í vetur. Spáin hjá Karfan.is í Iceland Express deild kvenna 2006-07: 1. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1763&Itemid=40[v-]Haukar[slod-] 2. til 3. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1762&Itemid=40[v-]Keflavík[slod-] 2. til 3. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1761&Itemid=40[v-]Grindavík[slod-] 4. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1760&Itemid=40[v-]ÍS[slod-] 5. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1758&Itemid=40[v-]Breiðablik[slod-] 6. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1751&Itemid=40[v-]Hamar/Selfoss[slod-] Iceland Express deild kvenna hefst á á morgun og sú nýbreytni er nú á fyrstu umferðinni að hún er öll spiluð á sama degi á sama stað. Þetta er gert í tilefni af Ári kvennakörfunnar í Evrópu en því er fagnað með allskyns viðburðum út um alla Evrópu í allan vetur. Leikirnir þrír eru spilaðir hver á fætur öðrum. Gestgjafar Grindavíkur vígja fyrst Hamarsstúlkur inn í efstu deild í opnunarleiknum sem hefst klukkan 13.00. Klukkan 15.00 spila síðan Haukar og ÍS sem hafa mætast þar þriðju helgina í röð en liðin mættust einnig í undanúrslitum Powerade-bikarsins og í meistarakeppninni. Lokaleikur dagsins er síðan á milli Keflavíkur og Breiðabliks en hann hefst klukkan 17.00.