20 okt. 2006Iceland Express deild karla hófst í gær með fjórum leikjum. Opnunarleikur deildarinnar var í Keflavík þar sem að Keflavík og Skallagrímur áttust við. Sá leikur olli ekki vonbrigðum því að hann var æsispennandi en Keflvíkingar stóðu uppi sem sigurvegarar að lokum eftir framlengingu. Að Ásvöllum var annar æsispennandi leikur á milli Hauka og Tindastóls. Sigurður Þór Einarsson kom Haukum einu stigi yfir með því að skora þriggja stiga körfu þegar 12 sekúndur voru eftir af leiknum. Steve Parillon tók skot úr horninu á lokasekúndunum en náði ekki að setja það ofan í og Haukar því sigurvegarar í spennandi leik. Íslandsmeistarar Njarðvíkur heimsóttu ÍR í Seljaskóla. Það var ekki búist við því að þetta yrði jafn leikur þar sem að ÍR léku án erlends leikmanns ásamt því að vera í vandræðum vegna meiðsla lykilleikmanna. Njarðvíkingar höfðu forystuna allan leikinn en náðu þó ekki að hrista ÍR-ingana alveg af sér. ÍR kom svo með góðan sprett í lok leiksins og náðu að minnka muninn í 5 stig. Lokatölur urðu því 86-81 fyrir Njarðvík. Í Grafarvogi mættust Fjölnir og Grindavík. Fjölnismenn byrjuðu betur og náðu góðu forskoti í fyrri hálfleik. Grindvíkingar létu þó ekki deigan síga og náðu að vinna upp forskotið í seinni hálfleik. Grindvíkingar sigu svo fram úr á lokakaflanum og náðu að sigra í leiknum. Páll Axel Vilbergsson átti góðan leik fyrir Grindavík en hann skoraði 30 stig. Nánari umfjöllun um leikina má sjá á karfan.is. Fyrstu umferðinni lýkur svo í kvöld þegar KR-ingar taka á móti Snæfelli og Þór Þorlákshöfn fær Hamar/Selfoss í heimsókn. Þessir leikir ættu báðir að verða skemmtilegir en KR sló Snæfell út í úrslitakeppni síðasta vors og nágrannaslagir Þórs og Hamars/Selfoss hafa oftast verið frábær skemmtun. Það er ljóst að deildin fer vel af stað og aðdáendur körfuboltans geta átt vona á skemmtilegu tímabili. (Mynd tekin af karfan.is)
Góð byrjun hjá körlunum
20 okt. 2006Iceland Express deild karla hófst í gær með fjórum leikjum. Opnunarleikur deildarinnar var í Keflavík þar sem að Keflavík og Skallagrímur áttust við. Sá leikur olli ekki vonbrigðum því að hann var æsispennandi en Keflvíkingar stóðu uppi sem sigurvegarar að lokum eftir framlengingu. Að Ásvöllum var annar æsispennandi leikur á milli Hauka og Tindastóls. Sigurður Þór Einarsson kom Haukum einu stigi yfir með því að skora þriggja stiga körfu þegar 12 sekúndur voru eftir af leiknum. Steve Parillon tók skot úr horninu á lokasekúndunum en náði ekki að setja það ofan í og Haukar því sigurvegarar í spennandi leik. Íslandsmeistarar Njarðvíkur heimsóttu ÍR í Seljaskóla. Það var ekki búist við því að þetta yrði jafn leikur þar sem að ÍR léku án erlends leikmanns ásamt því að vera í vandræðum vegna meiðsla lykilleikmanna. Njarðvíkingar höfðu forystuna allan leikinn en náðu þó ekki að hrista ÍR-ingana alveg af sér. ÍR kom svo með góðan sprett í lok leiksins og náðu að minnka muninn í 5 stig. Lokatölur urðu því 86-81 fyrir Njarðvík. Í Grafarvogi mættust Fjölnir og Grindavík. Fjölnismenn byrjuðu betur og náðu góðu forskoti í fyrri hálfleik. Grindvíkingar létu þó ekki deigan síga og náðu að vinna upp forskotið í seinni hálfleik. Grindvíkingar sigu svo fram úr á lokakaflanum og náðu að sigra í leiknum. Páll Axel Vilbergsson átti góðan leik fyrir Grindavík en hann skoraði 30 stig. Nánari umfjöllun um leikina má sjá á karfan.is. Fyrstu umferðinni lýkur svo í kvöld þegar KR-ingar taka á móti Snæfelli og Þór Þorlákshöfn fær Hamar/Selfoss í heimsókn. Þessir leikir ættu báðir að verða skemmtilegir en KR sló Snæfell út í úrslitakeppni síðasta vors og nágrannaslagir Þórs og Hamars/Selfoss hafa oftast verið frábær skemmtun. Það er ljóst að deildin fer vel af stað og aðdáendur körfuboltans geta átt vona á skemmtilegu tímabili. (Mynd tekin af karfan.is)