19 okt. 2006Íslandsmót karla í körfuknattleik hefst í kvöld klukkan 19:15. Iceland Express deildin verður sett í Keflavík. Keflvíkingar mæta þar Skallagrím klukkan 19:15. Þrír aðrir leikir verða leiknir í kvöld og fyrstu umferð lýkur svo á morgun með tveimur leikjum. Íslandsmeistarar Njarðvíkur hefja titilvörn sína gegn ÍR í Seljaskóla. Haukar taka á móti Tindastól að Ásvöllum og Fjölnir fær Grindavík í heimsókn í Grafarvoginn. Á morgun verða svo tveir hörkuleikir. KR tekur á móti Snæfelli í DHL-höllinni og Þór Þorlákshöfn og Hamar/Selfoss mætast í Þorlákshöfn. Körfuknattleiksunnendur geta glaðst yfir því að tímabilið sé loksins að hefjast. Það er ljóst að mikil eftirvænting er fyrir komandi tímabil. Mörg lið hafa styrkt hóp sinn fyrir tímabilið og ætla sér stóra hluti í vetur.
Opnunarleikur Iceland Express deildar karla í Keflavík
19 okt. 2006Íslandsmót karla í körfuknattleik hefst í kvöld klukkan 19:15. Iceland Express deildin verður sett í Keflavík. Keflvíkingar mæta þar Skallagrím klukkan 19:15. Þrír aðrir leikir verða leiknir í kvöld og fyrstu umferð lýkur svo á morgun með tveimur leikjum. Íslandsmeistarar Njarðvíkur hefja titilvörn sína gegn ÍR í Seljaskóla. Haukar taka á móti Tindastól að Ásvöllum og Fjölnir fær Grindavík í heimsókn í Grafarvoginn. Á morgun verða svo tveir hörkuleikir. KR tekur á móti Snæfelli í DHL-höllinni og Þór Þorlákshöfn og Hamar/Selfoss mætast í Þorlákshöfn. Körfuknattleiksunnendur geta glaðst yfir því að tímabilið sé loksins að hefjast. Það er ljóst að mikil eftirvænting er fyrir komandi tímabil. Mörg lið hafa styrkt hóp sinn fyrir tímabilið og ætla sér stóra hluti í vetur.