19 okt. 2006Körfuboltavefurinn Karfan.is hefur fjallað vel um körfuboltann að undanförnu og þar á meðal hafa liðsmenn síðunnar spáð fyrir um gengi liðanna í Iceland Express deild karla. Karfan.is hefur síðustu daga birt umfjöllum um hvert lið í þeirri röð sem síðan spáir þeim. Iceland Express deild karla hefst í kvöld með fjórum leikjum og hinir tveir leikir fyrstu umferðarinnar spilast síðan á morgun. Liðsmenn Karfan.is spá því að Íslandsmeistarar Njarðvíkur verji titilinn og að nýliðar Tindastóls og Þórs úr Þorlákshöfn falli í 1. deild og eru þar sammála spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna sem var birt á kynningarfundinum fyrir Iceland Express deildirnar. Þetta framtak þeirra á Karfan.is er til mikillar fyrirmyndar en með hverju félagi fylgir skemmtileg umfjöllum um liðið, hverjir skipa leikmannahópinn og þar er einnig yfirlit yfir helstu breytingarnar frá því á síðasta tímabili. Hér fyrir neðan má finna tengla á allar greinarnir á Karfan.is um liðin tólf sem skipa þessa 29. úrvalsdeild karla. Keflavík hefur unnið deildarmeistaratitilinn tvö síðustu ár en sömu átta lið hafa verið í úrslitakeppninni síðustu tvö tímabil. Nú verður fróðlegt að sjá hvort lið Hauka, Hamars/Selfoss, Tindastóls eða Þórs úr Þorlákshöfn geti breytt því í vetur. Tvö þau síðastnefndu eru komin í hóp þeirra bestu á nýjan leik, Stólarnir eftir eins árs fjarveru en Þórsarar léku í fyrsta og eina skiptið í deildinni veturinn 2003-04. Spáin hjá Karfan.is í Iceland Express deild karla 2006-07: 1. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1737&Itemid=40[v-]Njarðvík[slod-] 2. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1736&Itemid=40[v-]Keflavík[slod-] 3. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1735&Itemid=40[v-]KR[slod-] 4. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1734&Itemid=40[v-]Skallagrímur[slod-] 5. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1733&Itemid=40[v-]Grindavík[slod-] 6. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1732&Itemid=40[v-]Snæfell[slod-] 7. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1731&Itemid=40[v-]ÍR[slod-] 8. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1729&Itemid=40[v-]Haukar[slod-] 9. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1728&Itemid=40[v-]Hamar/Selfoss[slod-] 10. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1727&Itemid=40[v-]Fjölnir[slod-] 11. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1724&Itemid=40[v-]Tindastóll[slod-] 12. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1723&Itemid=40[v-]Þór Þ.[slod-] Iceland Express deild karla hefst í kvöld með fjórum leikjum sem allir hefjast klukkan 19.15. Mótið verður sett í Keflavík þegar heimamenn taka á móti Skallagrím en á sama tíma mætast ÍR og Íslandsmeistarar Njarðvíkur í Seljaskóla, Fjölnir og bikarmeistarar Grindavíkur í Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi og loks Haukar og Tindastóll á Ásvöllum. Á morgun verða svo tveir hörkuleikir. KR tekur á móti Snæfelli í DHL-höllinni og í Þorlákshöfn mætast nágrannarnir og erkifjendurnir Þór Þorlákshöfn og Hamar/Selfoss.
Karfan.is spáir í spilin í Iceland Express deild karla sem hefst í kvöld
19 okt. 2006Körfuboltavefurinn Karfan.is hefur fjallað vel um körfuboltann að undanförnu og þar á meðal hafa liðsmenn síðunnar spáð fyrir um gengi liðanna í Iceland Express deild karla. Karfan.is hefur síðustu daga birt umfjöllum um hvert lið í þeirri röð sem síðan spáir þeim. Iceland Express deild karla hefst í kvöld með fjórum leikjum og hinir tveir leikir fyrstu umferðarinnar spilast síðan á morgun. Liðsmenn Karfan.is spá því að Íslandsmeistarar Njarðvíkur verji titilinn og að nýliðar Tindastóls og Þórs úr Þorlákshöfn falli í 1. deild og eru þar sammála spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna sem var birt á kynningarfundinum fyrir Iceland Express deildirnar. Þetta framtak þeirra á Karfan.is er til mikillar fyrirmyndar en með hverju félagi fylgir skemmtileg umfjöllum um liðið, hverjir skipa leikmannahópinn og þar er einnig yfirlit yfir helstu breytingarnar frá því á síðasta tímabili. Hér fyrir neðan má finna tengla á allar greinarnir á Karfan.is um liðin tólf sem skipa þessa 29. úrvalsdeild karla. Keflavík hefur unnið deildarmeistaratitilinn tvö síðustu ár en sömu átta lið hafa verið í úrslitakeppninni síðustu tvö tímabil. Nú verður fróðlegt að sjá hvort lið Hauka, Hamars/Selfoss, Tindastóls eða Þórs úr Þorlákshöfn geti breytt því í vetur. Tvö þau síðastnefndu eru komin í hóp þeirra bestu á nýjan leik, Stólarnir eftir eins árs fjarveru en Þórsarar léku í fyrsta og eina skiptið í deildinni veturinn 2003-04. Spáin hjá Karfan.is í Iceland Express deild karla 2006-07: 1. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1737&Itemid=40[v-]Njarðvík[slod-] 2. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1736&Itemid=40[v-]Keflavík[slod-] 3. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1735&Itemid=40[v-]KR[slod-] 4. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1734&Itemid=40[v-]Skallagrímur[slod-] 5. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1733&Itemid=40[v-]Grindavík[slod-] 6. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1732&Itemid=40[v-]Snæfell[slod-] 7. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1731&Itemid=40[v-]ÍR[slod-] 8. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1729&Itemid=40[v-]Haukar[slod-] 9. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1728&Itemid=40[v-]Hamar/Selfoss[slod-] 10. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1727&Itemid=40[v-]Fjölnir[slod-] 11. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1724&Itemid=40[v-]Tindastóll[slod-] 12. sæti [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=1723&Itemid=40[v-]Þór Þ.[slod-] Iceland Express deild karla hefst í kvöld með fjórum leikjum sem allir hefjast klukkan 19.15. Mótið verður sett í Keflavík þegar heimamenn taka á móti Skallagrím en á sama tíma mætast ÍR og Íslandsmeistarar Njarðvíkur í Seljaskóla, Fjölnir og bikarmeistarar Grindavíkur í Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi og loks Haukar og Tindastóll á Ásvöllum. Á morgun verða svo tveir hörkuleikir. KR tekur á móti Snæfelli í DHL-höllinni og í Þorlákshöfn mætast nágrannarnir og erkifjendurnir Þór Þorlákshöfn og Hamar/Selfoss.