19 okt. 2006Iceland Express deild kvenna hefst á laugardaginn og sú nýbreytni er nú á fyrstu umferðinni að hún er öll spiluð á sama degi á sama stað. Þetta er gert í tilefni af Ári kvennakörfunnar í Evrópu en því er fagnað með allskyns viðburðum út um alla Evrópu í allan vetur. Ísland verður engin undantekning og fyrsta umferð stelpnanna fer því öll fram í nýja og glæsilega parketinu í Grindavík. Opnunarleikurinn hefst klukkan 13.00 á laugardaginn og er milli Grindavíkur og nýliða Hamars sem spila þar sinn fyrsta leik í efstu deild kvenna. Íslenskur kvennakörfubolti hefur tekið stór skref á undanförnu ári. Ísland átti bæði félagslið (Haukar) og landslið í fyrsta skipti í evrópukeppni auk þess sem bæði 16 ára og 18 ára liðin tóku þátt í evrópukeppni annað árið í röð. Íslandsmeistarar Hauka halda áfram uppi merkjum íslenska kvennakörfuboltans því stelpurnar eru á leiðinni í Evrópukeppnina annað árið í röð. Haukar urðu einmitt Powerade-meistarar á dögunum og hafa þegar unnið þrjá titla á tímabilinu sem er í raun að hefjast á laugardaginn. Haukar unnu einnig SISU-mótið, æfingamót með SISU og þremur bestu liðum Íslands og síðan Meistarakeppnina í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leikirnir þrír eru spilaðir hver á fætur öðrum. Gestgjafar Grindavíkur vígja fyrst Hamarsstúlkur inn í efstu deild í opnunarleiknum sem hefst klukkan 13.00. Klukkan 15.00 spila síðan Haukar og ÍS sem hafa mætast þar þriðju helgina í röð en liðin mættust einnig í undanúrslitum Powerade-bikarsins og í meistarakeppninni. Lokaleikur dagsins er síðan á milli Keflavíkur og Breiðabliks en hann hefst klukkan 17.00. Haukar urðu Íslandsmeistarar kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins á síðasta tímabili.
Iceland Express deild kvenna hefst á þríhöfða í Grindavík
19 okt. 2006Iceland Express deild kvenna hefst á laugardaginn og sú nýbreytni er nú á fyrstu umferðinni að hún er öll spiluð á sama degi á sama stað. Þetta er gert í tilefni af Ári kvennakörfunnar í Evrópu en því er fagnað með allskyns viðburðum út um alla Evrópu í allan vetur. Ísland verður engin undantekning og fyrsta umferð stelpnanna fer því öll fram í nýja og glæsilega parketinu í Grindavík. Opnunarleikurinn hefst klukkan 13.00 á laugardaginn og er milli Grindavíkur og nýliða Hamars sem spila þar sinn fyrsta leik í efstu deild kvenna. Íslenskur kvennakörfubolti hefur tekið stór skref á undanförnu ári. Ísland átti bæði félagslið (Haukar) og landslið í fyrsta skipti í evrópukeppni auk þess sem bæði 16 ára og 18 ára liðin tóku þátt í evrópukeppni annað árið í röð. Íslandsmeistarar Hauka halda áfram uppi merkjum íslenska kvennakörfuboltans því stelpurnar eru á leiðinni í Evrópukeppnina annað árið í röð. Haukar urðu einmitt Powerade-meistarar á dögunum og hafa þegar unnið þrjá titla á tímabilinu sem er í raun að hefjast á laugardaginn. Haukar unnu einnig SISU-mótið, æfingamót með SISU og þremur bestu liðum Íslands og síðan Meistarakeppnina í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leikirnir þrír eru spilaðir hver á fætur öðrum. Gestgjafar Grindavíkur vígja fyrst Hamarsstúlkur inn í efstu deild í opnunarleiknum sem hefst klukkan 13.00. Klukkan 15.00 spila síðan Haukar og ÍS sem hafa mætast þar þriðju helgina í röð en liðin mættust einnig í undanúrslitum Powerade-bikarsins og í meistarakeppninni. Lokaleikur dagsins er síðan á milli Keflavíkur og Breiðabliks en hann hefst klukkan 17.00. Haukar urðu Íslandsmeistarar kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins á síðasta tímabili.