17 okt. 2006Blaðamannafundur fyrir Iceland Express deildir karla og kvenna fór fram í dag. Fundurinn var haldinn í DHL höll KR inga og tókst mjög vel. Mæting á fundinn var mjög góð, bæði frá fjölmiðlum og liðunum í deildinni enda er mikil eftirvænting fyrir komandi tímabil. KKÍ og Iceland Express skrifuðu undir áframhaldandi samning um samstarf til tveggja ára. Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður KKÍ og Arnar Hafþórsson, markaðsstjóri Iceland Express lýstu báðir yfir ánægju með samstarfið. Þeir vonuðust til þess að gera enn betur í framtíðinni. Á fundinum var kynnt spá fyrir komandi tímabil en forsvarsmenn, þjálfarar og fyrirliðar allra félaganna spáðu fyrir um í hvaða sæti liðin yrðu í vor. Í kvennaflokki var Haukum spáð efsta sætinu og Keflavík öðru. Nýliðar Hamars/Selfoss voru aftur á móti taldar líklegastar til þess að falla í vor. Njarðvíkingum var spáð efsta sætinu í karlaflokki og Keflvíkingum öðru. Nýliðunum var einnig spáð slæmu gengi hjá körlunum en Þór Þorlákshöfn og Tindastóll vermdu botnin samkvæmt spánni. Það verður fróðlegt að sjá hvort að spárnar rætast í vor en ljóst er að það er skemmtileg keppni framundan. Eftir fundinn var haldin skotkeppni blaðamanna og þar var það Hans Steinar Bjarnason sem að sigraði. Með hittni sinni frá þriggja stiga línunni nældi hann sér í 2 farmiða með Iceland Express. Spáin í Iceland Express deild karla: 1. Njarðvík 413 stig 2. Keflavík 399 stig 3. KR 325 stig 4. Skallagrímur 310 stig 5. Snæfell 306 stig 6. Grindavík 244 stig 7. ÍR 218 stig 8. Haukar 171 stig 9. Hamar/Selfoss 127 stig 10. Fjölnir 122 stig 11. Tindastól 108 stig 12. Þór Þorlákshöfn 67 stig (432 stig í pottinum) Spáin í Iceland Express deild kvenna: 1. Haukar 101 stig 2. Keflavík 86 stig 3. Grindavík 81 stig 4. ÍS 50 stig 5. Breiðablik 34 stig 6. Hamar/Selfoss 28 stig (108 stig í pottinum)
Njarðvík og Haukum spáð efsta sæti
17 okt. 2006Blaðamannafundur fyrir Iceland Express deildir karla og kvenna fór fram í dag. Fundurinn var haldinn í DHL höll KR inga og tókst mjög vel. Mæting á fundinn var mjög góð, bæði frá fjölmiðlum og liðunum í deildinni enda er mikil eftirvænting fyrir komandi tímabil. KKÍ og Iceland Express skrifuðu undir áframhaldandi samning um samstarf til tveggja ára. Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður KKÍ og Arnar Hafþórsson, markaðsstjóri Iceland Express lýstu báðir yfir ánægju með samstarfið. Þeir vonuðust til þess að gera enn betur í framtíðinni. Á fundinum var kynnt spá fyrir komandi tímabil en forsvarsmenn, þjálfarar og fyrirliðar allra félaganna spáðu fyrir um í hvaða sæti liðin yrðu í vor. Í kvennaflokki var Haukum spáð efsta sætinu og Keflavík öðru. Nýliðar Hamars/Selfoss voru aftur á móti taldar líklegastar til þess að falla í vor. Njarðvíkingum var spáð efsta sætinu í karlaflokki og Keflvíkingum öðru. Nýliðunum var einnig spáð slæmu gengi hjá körlunum en Þór Þorlákshöfn og Tindastóll vermdu botnin samkvæmt spánni. Það verður fróðlegt að sjá hvort að spárnar rætast í vor en ljóst er að það er skemmtileg keppni framundan. Eftir fundinn var haldin skotkeppni blaðamanna og þar var það Hans Steinar Bjarnason sem að sigraði. Með hittni sinni frá þriggja stiga línunni nældi hann sér í 2 farmiða með Iceland Express. Spáin í Iceland Express deild karla: 1. Njarðvík 413 stig 2. Keflavík 399 stig 3. KR 325 stig 4. Skallagrímur 310 stig 5. Snæfell 306 stig 6. Grindavík 244 stig 7. ÍR 218 stig 8. Haukar 171 stig 9. Hamar/Selfoss 127 stig 10. Fjölnir 122 stig 11. Tindastól 108 stig 12. Þór Þorlákshöfn 67 stig (432 stig í pottinum) Spáin í Iceland Express deild kvenna: 1. Haukar 101 stig 2. Keflavík 86 stig 3. Grindavík 81 stig 4. ÍS 50 stig 5. Breiðablik 34 stig 6. Hamar/Selfoss 28 stig (108 stig í pottinum)