16 okt. 2006Njarðvík og Haukar urðu í gær meistarar meistaranna. Haukar sigruðu ÍS í kvennaleiknum og Njarðvík lagði Grindavík í karlaleiknum. Leikið var til styrktar heyrnardaufum og tóks söfnunin mjög vel en það söfnuðust á milli 7-800 þús. krónur. Nánar verður fjallað um þetta síðar í dag. Haukar voru ekki í miklum vandræðum með að leggja ÍS að velli. Lokatölur urðu 70-48 fyrir Hauka og voru Helena Sverrisdóttir og Kristrún Sigurjónsdóttir stigahæstar hjá Haukum en Lovísa Guðmundsdóttir var stigahæst hjá ÍS með 13 stig. Leikur Njarðvíkur og Grindavíkur var jafnari en Njarðvík stóð uppi sem sigurvegari eftir kaflaskiptan leik. Lokatölur urðu 87-76 fyrir Njarðvík. Jeb Ivey skoraði 25 stig fyrir Njarðvík og Páll Axel Vilbergsson skoraði 25 stig fyrir Grindavík. Nánari umfjöllun um leikin má finna á karfan.is
Haukar og Njarðvíkingar meistarar meistaranna
16 okt. 2006Njarðvík og Haukar urðu í gær meistarar meistaranna. Haukar sigruðu ÍS í kvennaleiknum og Njarðvík lagði Grindavík í karlaleiknum. Leikið var til styrktar heyrnardaufum og tóks söfnunin mjög vel en það söfnuðust á milli 7-800 þús. krónur. Nánar verður fjallað um þetta síðar í dag. Haukar voru ekki í miklum vandræðum með að leggja ÍS að velli. Lokatölur urðu 70-48 fyrir Hauka og voru Helena Sverrisdóttir og Kristrún Sigurjónsdóttir stigahæstar hjá Haukum en Lovísa Guðmundsdóttir var stigahæst hjá ÍS með 13 stig. Leikur Njarðvíkur og Grindavíkur var jafnari en Njarðvík stóð uppi sem sigurvegari eftir kaflaskiptan leik. Lokatölur urðu 87-76 fyrir Njarðvík. Jeb Ivey skoraði 25 stig fyrir Njarðvík og Páll Axel Vilbergsson skoraði 25 stig fyrir Grindavík. Nánari umfjöllun um leikin má finna á karfan.is