12 okt. 2006GESTIBERICA VIGO lið Jakobs Arnar Sigurðarsonar tapaði fyrir CLÍNICAS RINCÓN AXARQUIA 70-81 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 39-34 VIGO í vil. Jakob Örn skoraði 11 stig á 29 mínútum. Fyrir leikinn höfðu VIGO tapað tveimur leikjum og sigrað einn, liðið er áfram í 16. sæti deildarinnar með 5 stig. Jakob Örn nýtti vel tveggja stiga skotin sín, en hann skoraði úr 5 af 6 tilraunum. Jakob tók þrjú þriggja stiga skot og nýtti ekkert en hann fékk eitt vítaskot sem að hann nýtti. Jakob Örn er því að skora 8,75 stig að meðaltali í leik og er hann með fína skotnýtingu. 70% í tveggjastiga skotum, 35% í þriggja stiga og 100% í vítum. Pavel Ermolinskij lék ekki með Axarquia í gærkvöldi vegna þess að hann lék með aðalliði félagsins, Unicaja Malaga en þeir tóku á móti Lagun Aro Bilbao Basket 79 á heimavelli og sigruðu 92-79 en Pavel kom ekki við sögu í leiknum. [v+]http://www.feb.es/Pasarela/MostrarPasarela.aspx?Tipo=Jugadores&i=417040[v-]Tölfræði leiksins[slod-]. (Byggt á frétt af heimasiðu KR)
Tap á heimavelli hjá Jakobi Erni á spáni
12 okt. 2006GESTIBERICA VIGO lið Jakobs Arnar Sigurðarsonar tapaði fyrir CLÍNICAS RINCÓN AXARQUIA 70-81 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 39-34 VIGO í vil. Jakob Örn skoraði 11 stig á 29 mínútum. Fyrir leikinn höfðu VIGO tapað tveimur leikjum og sigrað einn, liðið er áfram í 16. sæti deildarinnar með 5 stig. Jakob Örn nýtti vel tveggja stiga skotin sín, en hann skoraði úr 5 af 6 tilraunum. Jakob tók þrjú þriggja stiga skot og nýtti ekkert en hann fékk eitt vítaskot sem að hann nýtti. Jakob Örn er því að skora 8,75 stig að meðaltali í leik og er hann með fína skotnýtingu. 70% í tveggjastiga skotum, 35% í þriggja stiga og 100% í vítum. Pavel Ermolinskij lék ekki með Axarquia í gærkvöldi vegna þess að hann lék með aðalliði félagsins, Unicaja Malaga en þeir tóku á móti Lagun Aro Bilbao Basket 79 á heimavelli og sigruðu 92-79 en Pavel kom ekki við sögu í leiknum. [v+]http://www.feb.es/Pasarela/MostrarPasarela.aspx?Tipo=Jugadores&i=417040[v-]Tölfræði leiksins[slod-]. (Byggt á frétt af heimasiðu KR)