9 okt. 2006Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í Pamesa Valencia töpuðu 76-67 fyrir Polaris World Múrcia eftir að staðan í hálfleik hafði verið 39-34. Jón Arnór skoraði þrjú stig á rúmum 20 mínútum. Jón Arnór missti af fyrsta leik mótsins á spáni vegna meiðsla sem að hann hlaut gegn Lúxemborg hér heima. Liðið hefur því tapað tveimur fyrstu leikjunum sínum, fyrst gegn Tau Ceramica 94-95 og nú 76-67 fyrir Polaris World Múrcia. Jón Arnór lék í 20:39 og skoraði hann þrjú stig og tók tvö fráköst, hann nýtti 1 af þremur þriggja stiga skotum sínum, en var 0 af þremur í tveggja stiga skotum. Pamesa Valencia eru í fjórtánda sæti deildarinnar. Jón Arnór á eftir að komast betur inní leik liðsins, en þetta var fyrsti leikur hans í treyjunni númer 6. Hægt er að skoða tölfræði leiksins [v+]http://www.acb.com/fichas/LACB51014.php[v-]hér[slod-]. (Frétt og mynd tekin af vef KR)