7 okt. 2006Kvennalið Hauka og karlalið Keflavíkur urðu í dag Powerade bikarmeistarar í körfuknattleik. Leikirnir fóru fram í Laugardalshöllinni og voru í beinni útsendingu á RÚV. Báðir leikir voru mjög góð skemmtun. Þeir voru mjög spennandi og leikmenn sýndu mikið af góðum tilþrifum. Fyrri leikur dagsins var leikur Hauka og Grindavíkur í kvennaflokki. Haukastelpur hófu leikinn af krafti og náðu forystunni. Grindavík náði þó fljótlega að vinna upp forystu Hauka með góðri baráttu. Leikurinn var svo jafn allan fyrri hálfleikinn. Í þriðja leikhluta náðu Haukar svo aftur forystunni og juku muninn í 10 stig. Grindavík reyndi að koma til baka en í þetta sinn gekk það ekki. Haukastúlkurnar léku mjög vel og náðu að auka forystuna í fjórða leikhluta. Lokatölur í leiknum voru 91 -73 fyrir Hauka. Haukastúlkurnar léku kröftuga vörn í leiknum og nýttu þriggja stiga skotin sín vel gegn svæðisvörn Grindavíkur. Helena Sverrisdóttir hitti úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Hún átti annan stórleik en hún skoraði 33 stig, sendi 12 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Hjá Grindavík var Tamara Bowie framúrskarandi með 33 stig, 17 fráköst og 10 varin skot. Það verður gaman að fylgjast með þessum leikmönnum í vetur en þær hefja tímabilið með glæsibrag. Úrslitaleikur karla var ekki af verri endanum. Leikurinn var hnífjafn allan tímann og gríðarleg spenna var í Höllinni í lokin. Keflvíkingar komust yfir undir lok leiksins en Njarðvík fékk tvívegis færi á því að komast yfir eða jafna. Þeir voru ekki langt frá því að koma boltanum ofan í körfuna en vörn Keflavíkur hélt og tryggðu þeir sér því Powerade bikarinn. Bæði lið léku af miklum krafti í leiknum og skiptust á því að hafa forystuna. Njarðvíkingar voru með frumkvæðið í seinni hálfleik en þeim tókst aldrei að slíta sig frá Keflvíkingunum og misstu forystuna í lokin eins og áður sagði. Það sýndi sig að liðin eru ekki alveg búin að stilla sig saman fyrir veturinn því að nokkuð var um mistök og nýtingin hefði getað verið betri. Leikmenn bættu þetta þó upp með mikilli baráttu og sýndu mjög góð tilþrif inn á milli. Hjá Njarðvík var Brenton Birmingham stigahæstur með 28 stig en Thomas Soltau skoraði 25 stig fyrir Keflavík og var stigahæstur þar. Jermaine Williams skoraði 23 stig og tók 11 fráköst fyrir Keflavík í leiknum. Þetta var mjög góð byrjun á tímabilinu og ljóst að það er spennandi vetur framundan. (Mynd tekin af karfan.is)
Haukar og Keflavík Powerade bikarmeistarar
7 okt. 2006Kvennalið Hauka og karlalið Keflavíkur urðu í dag Powerade bikarmeistarar í körfuknattleik. Leikirnir fóru fram í Laugardalshöllinni og voru í beinni útsendingu á RÚV. Báðir leikir voru mjög góð skemmtun. Þeir voru mjög spennandi og leikmenn sýndu mikið af góðum tilþrifum. Fyrri leikur dagsins var leikur Hauka og Grindavíkur í kvennaflokki. Haukastelpur hófu leikinn af krafti og náðu forystunni. Grindavík náði þó fljótlega að vinna upp forystu Hauka með góðri baráttu. Leikurinn var svo jafn allan fyrri hálfleikinn. Í þriðja leikhluta náðu Haukar svo aftur forystunni og juku muninn í 10 stig. Grindavík reyndi að koma til baka en í þetta sinn gekk það ekki. Haukastúlkurnar léku mjög vel og náðu að auka forystuna í fjórða leikhluta. Lokatölur í leiknum voru 91 -73 fyrir Hauka. Haukastúlkurnar léku kröftuga vörn í leiknum og nýttu þriggja stiga skotin sín vel gegn svæðisvörn Grindavíkur. Helena Sverrisdóttir hitti úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Hún átti annan stórleik en hún skoraði 33 stig, sendi 12 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Hjá Grindavík var Tamara Bowie framúrskarandi með 33 stig, 17 fráköst og 10 varin skot. Það verður gaman að fylgjast með þessum leikmönnum í vetur en þær hefja tímabilið með glæsibrag. Úrslitaleikur karla var ekki af verri endanum. Leikurinn var hnífjafn allan tímann og gríðarleg spenna var í Höllinni í lokin. Keflvíkingar komust yfir undir lok leiksins en Njarðvík fékk tvívegis færi á því að komast yfir eða jafna. Þeir voru ekki langt frá því að koma boltanum ofan í körfuna en vörn Keflavíkur hélt og tryggðu þeir sér því Powerade bikarinn. Bæði lið léku af miklum krafti í leiknum og skiptust á því að hafa forystuna. Njarðvíkingar voru með frumkvæðið í seinni hálfleik en þeim tókst aldrei að slíta sig frá Keflvíkingunum og misstu forystuna í lokin eins og áður sagði. Það sýndi sig að liðin eru ekki alveg búin að stilla sig saman fyrir veturinn því að nokkuð var um mistök og nýtingin hefði getað verið betri. Leikmenn bættu þetta þó upp með mikilli baráttu og sýndu mjög góð tilþrif inn á milli. Hjá Njarðvík var Brenton Birmingham stigahæstur með 28 stig en Thomas Soltau skoraði 25 stig fyrir Keflavík og var stigahæstur þar. Jermaine Williams skoraði 23 stig og tók 11 fráköst fyrir Keflavík í leiknum. Þetta var mjög góð byrjun á tímabilinu og ljóst að það er spennandi vetur framundan. (Mynd tekin af karfan.is)