3 okt. 2006Sú sorgarfregn barst okkur í gærkvöldi að Ingi Gunnarsson einn af frumkvöðlum körfuknattleiks hér á landi lést í gær. Ingi var einn af þeim sem vann að stofnun Körfuknattleiksambands Íslands. Hann var einnig fyrirliði íslenska landsliðsins í fyrsta landsleik Íslands í körfuknattleik. Í undanúrslitum og úrslitum Powerade-bikars karla og kvenna munu félög leika með sorgarbönd, og hafa mínútuþögn fyrir upphaf leikjanna í minningu Inga Gunnarssonar. Hannes Sigurbjörn Jónsson Formaður KKÍ
Ingi Gunnarsson látinn
3 okt. 2006Sú sorgarfregn barst okkur í gærkvöldi að Ingi Gunnarsson einn af frumkvöðlum körfuknattleiks hér á landi lést í gær. Ingi var einn af þeim sem vann að stofnun Körfuknattleiksambands Íslands. Hann var einnig fyrirliði íslenska landsliðsins í fyrsta landsleik Íslands í körfuknattleik. Í undanúrslitum og úrslitum Powerade-bikars karla og kvenna munu félög leika með sorgarbönd, og hafa mínútuþögn fyrir upphaf leikjanna í minningu Inga Gunnarssonar. Hannes Sigurbjörn Jónsson Formaður KKÍ