1 okt. 2006Núna um helgina hófst keppni hjá stúlknaflokki, drengjaflokki og 8. flokki karla og kvenna. Þetta eru fyrstu fjölliðamót vetrarins og leika samanlagt 50 lið í yngri flokkum um þessa helgi. Keppt er víðs vegar um landið allt frá Höfn í Hornafirði til Bolungarvíkur. Það er ljóst að körfubolti er leikinn um allt land en það sést vel á staðsetningum fjölliðamótanna. Leikstaðirnir um þessa helgi eru: Njarðvík, Grindavík, Þorlákshöfn, Vestmannaeyjar, Höfn í Hornafirði, Hvammstangi, Bolungarvík, Stykkishólmur, Borgarnes og Reykjavík. Það er aðeins eitt mót leikið á höfuðborgarsvæðinu þessa helgina en þó að vanalega séu aðeins fleiri mót þar þá er ekki óalgengt að fjölliðamótin dreifist vítt og breitt um landsbyggðina. Það er mjög ánægjulegt hversu mikil dreifing er á körfubolta um landið allt. Keppni yngri flokka er því komin á fullt. Hægt er að sjá mótayfirlit yngri flokka [v+]http://kki.is/skjol/Motaplan%20yngri%20flokka%202006-2007.pdf[v-]hér[slod-].
Fjölliðamót um allt land
1 okt. 2006Núna um helgina hófst keppni hjá stúlknaflokki, drengjaflokki og 8. flokki karla og kvenna. Þetta eru fyrstu fjölliðamót vetrarins og leika samanlagt 50 lið í yngri flokkum um þessa helgi. Keppt er víðs vegar um landið allt frá Höfn í Hornafirði til Bolungarvíkur. Það er ljóst að körfubolti er leikinn um allt land en það sést vel á staðsetningum fjölliðamótanna. Leikstaðirnir um þessa helgi eru: Njarðvík, Grindavík, Þorlákshöfn, Vestmannaeyjar, Höfn í Hornafirði, Hvammstangi, Bolungarvík, Stykkishólmur, Borgarnes og Reykjavík. Það er aðeins eitt mót leikið á höfuðborgarsvæðinu þessa helgina en þó að vanalega séu aðeins fleiri mót þar þá er ekki óalgengt að fjölliðamótin dreifist vítt og breitt um landsbyggðina. Það er mjög ánægjulegt hversu mikil dreifing er á körfubolta um landið allt. Keppni yngri flokka er því komin á fullt. Hægt er að sjá mótayfirlit yngri flokka [v+]http://kki.is/skjol/Motaplan%20yngri%20flokka%202006-2007.pdf[v-]hér[slod-].