26 sep. 2006KR tryggði sér sigurinn á Reykjavíkurmótinu í Unglingaflokki og Drengjaflokki. Drengjaflokkur KR sigraði Valsmenn 99-63 eftir að staðan hefði verið í hálfleik 44-32. Brynjar Þór Björnsson skoraði 52 stig og tók 16 fráköst. Það var mikil spenna fyrir leik KR og Vals því að ásamt þessum tveimur liðum átti Fjölnir einnig möguleika á því að sigra mótið. Valsmenn sem áttu möguleika á að verða Reykjavíkurmeistarar enduðu í þriðja sæti og Fjölnir í því öðru. ÍR-ingar enda í fjórða sæti. Nánari fréttir um leikinn má sjá [v+]http://www.kr.is/karfa/frettir/?cat_id=16500&ew_0_a_id=233321[v-]hér[slod-]. Í unglingaflokki tryggði KR sér einnig sigur með því að sigra Fjölni í hörkuleik með 88 stigum gegn 83. Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur þar með 29 stig fyrir KR. Nánari fréttir um leikinn má sjá [v+]http://www.kr.is/karfa/frettir/?cat_id=16500&ew_0_a_id=233093[v-]hér[slod-].