25 sep. 2006Ástralska kvennalandsliðið í körfuknattleik varð um helgina heimsmeistari. Þær höfðu 91-74 sigur á Rússlandi í úrslitaleik HM en mótið fór fram í Brasilíu. Bandaríkjamenn höfnuðu í 3. sæti í mótinu eftir að hafa sigrað Brasilíu 59-99. Úrslitaleikurinn var nokkuð jafn framan af og náðu þær Rússnesku forystu í byrjun 8-2 áður en Ástralska liðið tók við sér með 8-0 spretti. Ástralía leiddi svo í hálfleik og jók forystu sína jafnt og þétt í seinni hálfleik og tryggðu sér þar með sigurinn. Þær voru vel að þessum sigri komnar, enda búnar að leika ljómandi vel á mótinu. Penelope Taylor lék mjög vel fyrir Ástralíu í úrslitaleiknum. Hún skoraði 28 stig ásamt því að taka 9 fráköst. Taylor lék mjög vel á mótinu og var valin mikilvægasti leikmaður heimsmeistarakeppninnar.