23 sep. 2006Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag síðasta leik sinn á þessu ári í b-deild Evrópukeppninnar í körfuknattleik. Þær taka á móti Írum og hefst leikurinn kl. 16:00 í Keflavík í dag. Þegar þessum leik er lokið þá er keppnin hálfnuð, en seinni hluti keppninnar verður leikinn næsta haust. Bæði liðin hafa tapað fyrir Noregi og Hollandi í haust og stefna því á sinn fyrsta sigur í dag. Ef að stelpunum okkar tekst að sigra í dag þá komast þær í þriðja sætið í sínum riðli. Írska liðið kom til landsins í gær. Þær fóru á æfingu í gærkvöldi og svo aftur í morgun svo að þær eru klárar í slaginn. Íslenska liðið þarf að eiga góðan leik í dag til þess að ná að sigra gestina frá Írlandi. Það er ljóst að stelpurnar eiga mikið inni frá því í leiknum við Noreg. Vonandi ná þær að leika sinn besta leik í dag og knýja fram sigur.
Ísland - Írland í dag kl. 16:00
23 sep. 2006Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag síðasta leik sinn á þessu ári í b-deild Evrópukeppninnar í körfuknattleik. Þær taka á móti Írum og hefst leikurinn kl. 16:00 í Keflavík í dag. Þegar þessum leik er lokið þá er keppnin hálfnuð, en seinni hluti keppninnar verður leikinn næsta haust. Bæði liðin hafa tapað fyrir Noregi og Hollandi í haust og stefna því á sinn fyrsta sigur í dag. Ef að stelpunum okkar tekst að sigra í dag þá komast þær í þriðja sætið í sínum riðli. Írska liðið kom til landsins í gær. Þær fóru á æfingu í gærkvöldi og svo aftur í morgun svo að þær eru klárar í slaginn. Íslenska liðið þarf að eiga góðan leik í dag til þess að ná að sigra gestina frá Írlandi. Það er ljóst að stelpurnar eiga mikið inni frá því í leiknum við Noreg. Vonandi ná þær að leika sinn besta leik í dag og knýja fram sigur.