22 sep. 2006Fjögurra liða úrslit á HM kvenna fóru fram í gærdag en mótið fer fram í Brasilíu. Rússar lögðu sterkt lið Bandaríkjanna 75-68 og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleiknum á morgun þar sem þær leika til úrslita gegn Ástralíu. Heimamenn í Brasilíu urðu að sætta sig við ósigur gegn Ástralíu í gær 76-88. Stigahæst í rússneska liðinu var Rakhmatulina með 18 stig en í liði Bandaríkjanna gerði Diana Taurasi 21 stig. Rússar hófu leikinn af krafti og leiddu 25-13 að loknum fyrsta leikhluta. Þær unnu síðan þriðja leikhluta 21-6 og þar með var sigurinn í höfn. Í viðureign Brasilíu og Ástralíu gerði Penelope Taylor 26 stig fyrir Ástralíu og Iziane gerði 16 stig hjá Brasilíu. Leikurinn var jafn og spennandi allt fram að fjórða leikhluta þegar Ástralar hrukku í gírinn og unnu leikhlutann 12-31. Tékkar og Spánverjar leika um 7.-8. sæti í mótinu, Frakkland og Litháen leika um 5.-6. sæti í mótinu, Brasilía og Bandaríkin leika um 3.-4. sæti í mótinu og það verða Ástralía og Rússland sem etja kappi um heimsmeistaratitilinn á morgun. Fjölmiðlar vestanhafs deila nú hart á bæði landslið Bandaríkjanna, karla- og kvennaliðin, en fastlega var gert ráð fyrir því vestra að bæði lið myndu ekki eiga í teljandi vandræðum með að landa Heimsmeistaratitlinum í ár. (Frétt tekin af karfan.is)
Rússar og Brasíliumenn í úrslit á HM kvenna
22 sep. 2006Fjögurra liða úrslit á HM kvenna fóru fram í gærdag en mótið fer fram í Brasilíu. Rússar lögðu sterkt lið Bandaríkjanna 75-68 og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleiknum á morgun þar sem þær leika til úrslita gegn Ástralíu. Heimamenn í Brasilíu urðu að sætta sig við ósigur gegn Ástralíu í gær 76-88. Stigahæst í rússneska liðinu var Rakhmatulina með 18 stig en í liði Bandaríkjanna gerði Diana Taurasi 21 stig. Rússar hófu leikinn af krafti og leiddu 25-13 að loknum fyrsta leikhluta. Þær unnu síðan þriðja leikhluta 21-6 og þar með var sigurinn í höfn. Í viðureign Brasilíu og Ástralíu gerði Penelope Taylor 26 stig fyrir Ástralíu og Iziane gerði 16 stig hjá Brasilíu. Leikurinn var jafn og spennandi allt fram að fjórða leikhluta þegar Ástralar hrukku í gírinn og unnu leikhlutann 12-31. Tékkar og Spánverjar leika um 7.-8. sæti í mótinu, Frakkland og Litháen leika um 5.-6. sæti í mótinu, Brasilía og Bandaríkin leika um 3.-4. sæti í mótinu og það verða Ástralía og Rússland sem etja kappi um heimsmeistaratitilinn á morgun. Fjölmiðlar vestanhafs deila nú hart á bæði landslið Bandaríkjanna, karla- og kvennaliðin, en fastlega var gert ráð fyrir því vestra að bæði lið myndu ekki eiga í teljandi vandræðum með að landa Heimsmeistaratitlinum í ár. (Frétt tekin af karfan.is)