22 sep. 2006Síðasti landsleikur kvennaliðsins í b-deild Evrópukeppninnar verður leikinn á morgun kl. 16:00. Leikurinn fer fram í Keflavík og mætum við Írum. Bæði lið hafa tapað tveimur leikjum til þessa og eru því að vonast eftir fyrsta sigrinum á laugardaginn. Þetta ætti því að verða hörkuleikur. Íslensku stelpurnar eru klárar í slaginn og staðráðnar í því að ná í sigur í síðasta landsleiknum á þessu ári. Írska liðið hefur tapað öllum leikhlutunum í leikjunum tveimur nema þriðja leikhluta í báðum leikjum. Það er því ljóst að stelpurnar verða að vera klárar í slagin í byrjun seinni hálfleiks á morgun. Það er mikilvægt að stelpurnar fái góðan stuðning frá áhorfendum og hvetjum við alla til þess að mæta og styðja stelpurnar til sigurs.
Ísland - Írland á morgun í Keflavík
22 sep. 2006Síðasti landsleikur kvennaliðsins í b-deild Evrópukeppninnar verður leikinn á morgun kl. 16:00. Leikurinn fer fram í Keflavík og mætum við Írum. Bæði lið hafa tapað tveimur leikjum til þessa og eru því að vonast eftir fyrsta sigrinum á laugardaginn. Þetta ætti því að verða hörkuleikur. Íslensku stelpurnar eru klárar í slaginn og staðráðnar í því að ná í sigur í síðasta landsleiknum á þessu ári. Írska liðið hefur tapað öllum leikhlutunum í leikjunum tveimur nema þriðja leikhluta í báðum leikjum. Það er því ljóst að stelpurnar verða að vera klárar í slagin í byrjun seinni hálfleiks á morgun. Það er mikilvægt að stelpurnar fái góðan stuðning frá áhorfendum og hvetjum við alla til þess að mæta og styðja stelpurnar til sigurs.