18 sep. 2006Signý Hermannsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, er í efsta sæti í b-deild Evrópukeppninnar í bæði vörðum skotum og stolnum boltum þegar tveir leikir eru búnir af þeim þremur sem landsliðin spila í haust. Íslensku stelpurnar eru í hópi efstu leikmanna í mörgum tölfræðiþáttum en Helena Sverrisdóttir er meðal annars ein af þremur sem hafa gefið flestar stoðsendingar. Signý Hermannsdóttir hefur spilað vel í íslensku vörninni í fyrstu tveimur leikjunum. Hún hefur varið 8 skot, stolið 9 boltum og tekið 16 varnarfráköst og er meðal annars búin að verja þrjú fleiri skot en næsti leikmaður á listanum. Signý hefur þannig stoppað 33 sóknir mótherja íslenska landsliðsins eða 16,5 að meðaltali í leik. Signý er síðan í 3. til 4. sæti ásamt Helenu Sverrisdóttur í flestum fráköstum að meðaltali í leik en báðar hafa þær tekið 21 fráköst eða 10,5 í leik. Helena er efst í stoðsendingum ásamt Gilda Correia frá Portúgal og Anette Johansen frá Noregi en allar hafa þær gefið 8 stoðsendingar eða 4 að meðaltali í leik. Helena Sverrisdóttir er meðal efstu manna í stigum (4. sæti - 16,5 í leik) og þá er Birna Valgarðsdóttir í 3. sæti í þriggja stiga skotnýtingu en hún hefur nýtt 5 af 11 langskotum sínum eða 45,5% skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá má reyndar ekki líta framhjá því að Helena Sverrisdóttir hefur tapað langflestum boltum af öllum leikmönnum (9,5 að meðaltali í leik) og Birna Valgarðsdóttir hefur fengið flestar villur eða 9 af 10 mögulegum. Signý (74 mínútur - 37,0 í leik) og Helena (70 mínútur - 35,0) eru síðan þeir tveir leikmenn sem hafa spilað flestar mínútur í fyrstu tveimur umferðunum. Það má skoða þessa lista sem og aðra margskonar lista yfir tölfræðiárangur allra leikmanna í fyrstu tveimur umferðum b-deildarinnar [v+]http://www.fibaeurope.com/cid_f43ulKJBGLcVnbH-aqLVu2.pageID_w-ROnDgiGBYnToiYgKkyY1.compID_pnlxO1HYJhUh,MTfrmUO03.season_2007.roundID_4943.html [v-]hér[slod-].
Signý efst í bæði stolnum boltum og vörðum skotum
18 sep. 2006Signý Hermannsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, er í efsta sæti í b-deild Evrópukeppninnar í bæði vörðum skotum og stolnum boltum þegar tveir leikir eru búnir af þeim þremur sem landsliðin spila í haust. Íslensku stelpurnar eru í hópi efstu leikmanna í mörgum tölfræðiþáttum en Helena Sverrisdóttir er meðal annars ein af þremur sem hafa gefið flestar stoðsendingar. Signý Hermannsdóttir hefur spilað vel í íslensku vörninni í fyrstu tveimur leikjunum. Hún hefur varið 8 skot, stolið 9 boltum og tekið 16 varnarfráköst og er meðal annars búin að verja þrjú fleiri skot en næsti leikmaður á listanum. Signý hefur þannig stoppað 33 sóknir mótherja íslenska landsliðsins eða 16,5 að meðaltali í leik. Signý er síðan í 3. til 4. sæti ásamt Helenu Sverrisdóttur í flestum fráköstum að meðaltali í leik en báðar hafa þær tekið 21 fráköst eða 10,5 í leik. Helena er efst í stoðsendingum ásamt Gilda Correia frá Portúgal og Anette Johansen frá Noregi en allar hafa þær gefið 8 stoðsendingar eða 4 að meðaltali í leik. Helena Sverrisdóttir er meðal efstu manna í stigum (4. sæti - 16,5 í leik) og þá er Birna Valgarðsdóttir í 3. sæti í þriggja stiga skotnýtingu en hún hefur nýtt 5 af 11 langskotum sínum eða 45,5% skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá má reyndar ekki líta framhjá því að Helena Sverrisdóttir hefur tapað langflestum boltum af öllum leikmönnum (9,5 að meðaltali í leik) og Birna Valgarðsdóttir hefur fengið flestar villur eða 9 af 10 mögulegum. Signý (74 mínútur - 37,0 í leik) og Helena (70 mínútur - 35,0) eru síðan þeir tveir leikmenn sem hafa spilað flestar mínútur í fyrstu tveimur umferðunum. Það má skoða þessa lista sem og aðra margskonar lista yfir tölfræðiárangur allra leikmanna í fyrstu tveimur umferðum b-deildarinnar [v+]http://www.fibaeurope.com/cid_f43ulKJBGLcVnbH-aqLVu2.pageID_w-ROnDgiGBYnToiYgKkyY1.compID_pnlxO1HYJhUh,MTfrmUO03.season_2007.roundID_4943.html [v-]hér[slod-].