16 sep. 2006Íslenska kvennalandsliðið tapaði í dag fyrir Noregi með 47 stigum gegn 69. Leikurinn fór fram í Keflavík og var fyrsti leikur íslenska kvennalandsliðsins í Evrópukeppni hér á landi. Því miður náðu stelpurnar sér ekki á strik í þessum leik og því fóru norsku stelpurnar með sigur af hólmi. Íslensku stelpurnar byrjuðu leikinn ágætlega og komust yfir 12-8 í fyrsta leikhluta. Noregur kom þó til baka og leiddu í lok leikhlutans með þremur stigum. Í öðrum leikhluta var hart barist og náðu íslensku stelpurnar að spila góða pressuvörn í byrjun leikhlutans og endurheimta þar með forskotið. Norski þjálfarinn tók leikhlé og náðu þær norsku að leysa pressuna betur eftir það. Staðan í hálfleik var 28-37 fyrir Noreg. Í seinni hálfleik reyndu stelpurnar okkar að komast aftur inn í leikinn en það gekk ekki. Norska liðið varðist vel og hitti úr nokkrum mikilvægum þriggja stiga skotum. Þær náðu einnig mikið fleiri fráköstum heldur en íslenska liðið og var það meðal annars lykillinn að sigri þeirra. Ljóst er að stelpurnar okkar verða að leika betur gegn Írum næsta laugardag. Hittnin var mjög slök hjá liðinu og norska liðið tók 18 fleiri fráköst en það íslenska. Birna Valgarðsdóttir skoraði 14 stig fyrir Ísland og Helena Sverrisdóttir skoraði 8 stig, tók 11 fráköst og sendi 6 stoðsendingar. Hvorug þeirra náði sér þó vel á strik í leiknum. Kristine Austgulen skoraði 24 stig og tók 14 fráköst fyrir Noreg.
Tap fyrir Noregi
16 sep. 2006Íslenska kvennalandsliðið tapaði í dag fyrir Noregi með 47 stigum gegn 69. Leikurinn fór fram í Keflavík og var fyrsti leikur íslenska kvennalandsliðsins í Evrópukeppni hér á landi. Því miður náðu stelpurnar sér ekki á strik í þessum leik og því fóru norsku stelpurnar með sigur af hólmi. Íslensku stelpurnar byrjuðu leikinn ágætlega og komust yfir 12-8 í fyrsta leikhluta. Noregur kom þó til baka og leiddu í lok leikhlutans með þremur stigum. Í öðrum leikhluta var hart barist og náðu íslensku stelpurnar að spila góða pressuvörn í byrjun leikhlutans og endurheimta þar með forskotið. Norski þjálfarinn tók leikhlé og náðu þær norsku að leysa pressuna betur eftir það. Staðan í hálfleik var 28-37 fyrir Noreg. Í seinni hálfleik reyndu stelpurnar okkar að komast aftur inn í leikinn en það gekk ekki. Norska liðið varðist vel og hitti úr nokkrum mikilvægum þriggja stiga skotum. Þær náðu einnig mikið fleiri fráköstum heldur en íslenska liðið og var það meðal annars lykillinn að sigri þeirra. Ljóst er að stelpurnar okkar verða að leika betur gegn Írum næsta laugardag. Hittnin var mjög slök hjá liðinu og norska liðið tók 18 fleiri fráköst en það íslenska. Birna Valgarðsdóttir skoraði 14 stig fyrir Ísland og Helena Sverrisdóttir skoraði 8 stig, tók 11 fráköst og sendi 6 stoðsendingar. Hvorug þeirra náði sér þó vel á strik í leiknum. Kristine Austgulen skoraði 24 stig og tók 14 fráköst fyrir Noreg.