15 sep. 2006Íslenska karlalandsliðið er komið til Austurríkis. Liðið var á æfingu í kvöld og eru allir klárir í leikinn gegn Austurríki sem hefst kl. 18:20 að íslenskum tíma á morgun. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Íslendinga til þess að halda opnum möguleikanum á því að komast upp í A-deild Evrópukeppninnar. Austurríki sigraði Lúxemburg 64-62 þegar liðin léku í Lúxemburg 9. september síðastliðinn. Austurríkismenn voru 17 stigum undir í lok fjórða leikhluta en náðu að vinna upp forskotið og sigra í leiknum. Það er því ljóst að Austurríki er sýnd veiði en ekki gefin og strákarnir verða að leika vel til þess að sigra þá á útivelli. Það verður mikið álag á lykilmönnum liðsins, en þeir verða að fylla í skarðið sem Jón Arnór Stefánsson skilur eftir sig. Það verður ekki auðvelt en engu að síður eru margir sem að hafa leikið vel og geta dregið vagninn. Brenton Birmingham er með flest stig að meðaltali ásamt Zaza Pachulia frá Georgíu með 22 stig að meðaltali í leik. Hlynur Bæringsson er í öðru sæti í fráköstum með 10,7 að meðaltali í leik.
Strákarnir komnir til Austurríkis
15 sep. 2006Íslenska karlalandsliðið er komið til Austurríkis. Liðið var á æfingu í kvöld og eru allir klárir í leikinn gegn Austurríki sem hefst kl. 18:20 að íslenskum tíma á morgun. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Íslendinga til þess að halda opnum möguleikanum á því að komast upp í A-deild Evrópukeppninnar. Austurríki sigraði Lúxemburg 64-62 þegar liðin léku í Lúxemburg 9. september síðastliðinn. Austurríkismenn voru 17 stigum undir í lok fjórða leikhluta en náðu að vinna upp forskotið og sigra í leiknum. Það er því ljóst að Austurríki er sýnd veiði en ekki gefin og strákarnir verða að leika vel til þess að sigra þá á útivelli. Það verður mikið álag á lykilmönnum liðsins, en þeir verða að fylla í skarðið sem Jón Arnór Stefánsson skilur eftir sig. Það verður ekki auðvelt en engu að síður eru margir sem að hafa leikið vel og geta dregið vagninn. Brenton Birmingham er með flest stig að meðaltali ásamt Zaza Pachulia frá Georgíu með 22 stig að meðaltali í leik. Hlynur Bæringsson er í öðru sæti í fráköstum með 10,7 að meðaltali í leik.